Kjarninn - 23.01.2014, Qupperneq 34
30/33 Kambódía
á
rið 2014 byrjaði ekki friðsamlega í Kambódíu.
Eftir langa baráttu fyrir hækkun lágmarks-
launa flykktust þúsundir verkamanna og
stuðningsmenn þeirra út á götur Phnom Penh
til að mótmæla smánarlegum kjörum og krefj-
ast betri vinnuskilyrða fyrir þau hundruð þúsunda verka-
manna sem starfa í fataverksmiðjum landsins. Kjarabaráttan
endaði í blóðbaði þar sem engum var hlíft fyrir bareflum og
byssuskotum brynvarðra herlögreglumanna. Launa kröfurnar
eru 160 dollarar í mánaðarlaun, sem samsvarar rúmlega
18.000 íslenskum krónum.
hundruð þúsunda krefjast mannsæmandi launa
Ofbeldið náði hámarki föstudaginn 3. janúar þegar her-
lögreglumenn, vopnaðir AK-47 rifflum, hófu skothríð á hóp af
mótmælendum fyrir utan fataverksmiðjuhverfi í útjaðri Phnom
Penh. Hiti hafði færst í mótmælin síðan ríkis stjórnin skipaði
starfsfólki verksmiðjanna að snúa aftur til vinnu og bannaði
frekari verkföll. Aðgerðasinnum, sem börðust gegn vopnuðum
lögreglumönnum með steinum og Molotov-kokkteilum, var
mætt af hörku. Fjórir mótmælendur voru skotnir til bana, hátt
í 40 særðust alvarlega og 23 voru handteknir.
Almenningur, alþjóðastofnanir og alþjóðleg
mannréttinda samtök hafa fordæmt aðgerðir lögreglunnar
og krafist þess að kambódíska ríkisstjórnin vinni að friðsam-
legri úrlausn mála. Í opinberri yfirlýsingu frá mannréttinda-
samtökunum LICHADO lýsa þau atburðinum sem því ofbeldi
sem beitt hafi verið gegn óbreyttum borgurum í Kambódíu í
fimmtán ár, eða síðan árið 1998 þegar tugþúsundir samein-
uðust á götum úti til að mótmæla umdeildum kosningasigri
forsætisráðherrans Hun Sen og flokks hans CPP, sem enn eru
við völd.
„Þetta var sorglegur dagur. Við [verkalýðshreyfingin]
skiljum ekki hvers vegna lögreglan þurfti að beita slíku
ofbeldi,“ segir Ath Thorn, talsmaður Coalition of Cambodian
Apparel Workers’ Democratic Union (CCAWDU), eins af
þeim fimm verkalýðsfélögum sem skipulögðu verkfallið, sem
Kambódía
Steinunn Jakobsdóttir