Kjarninn - 23.01.2014, Qupperneq 48

Kjarninn - 23.01.2014, Qupperneq 48
43/46 Viðtal annaðhvort eru í fíkniefnaneyslu eða hafa verið í fíkniefna- neyslu og við höfum allar rekið okkur á það í kerfinu að þar er margt sem er ekki nógu gott eða vantar upp á. Foreldrar þessara barna eru oftast í flækju og vita oft og tíðum ekki hvert þeir eiga að leita. Við vildum stofna hóp sem myndi styðja við þá og knýja um leið á úrræði,“ segir Lilja Sigurðar- dóttir. Hugmyndin að samtökunum kviknaði árið 2010 en það var ekki fyrr en á vordögum í fyrra að hópurinn ákvað að lengur yrði ekki við unað. Það var eftir umfjöllun fjölmiðlamannsins Jóhannes Kr. Kristjánssonar í apríl, þar sem birtist frásögn móður sem kvaðst hafa þurft aðstoð handrukkara við að ná fimmtán ára dóttur sinni út úr dópgreni. „Þetta er ein skelfilegasta birtingarmynd þess sem við erum að glíma við. Á meðan börnin okkar fá ekki viðunandi aðstoð liggja þau útúrdópuð í ógeðslegum dóppartíum. Það er hræðileg tilhugsun að vita af barninu sínu í slíkum félags- skap, svo ekki sé talað um ofbeldið sem þau flest þurfa að upplifa á slíkum stöðum,“ segir Íris. týndu stúlkurnar mikið áhyggjuefni Í þriðju útgáfu Kjarnans, sem kom út 5. september í fyrra, var fjallað um skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra þar sem kynferðislegt ofbeldi gegn ungum stúlkum sem leiðst hafa út í fíkniefnaneyslu var gert að sérstöku umfjöllunar- efni. Var það í fyrsta skiptið sem embættið sá ástæðu til að minnast sérstaklega á þessa skuggahlið fíkniefnaneyslunnar hér á landi í skýrslu sinni, sem hefur komið út reglulega undanfarin ár. Í grein Kjarnans lýsti Ásgeir Karlsson, yfir- maður Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, því hvern- ig kornungum stúlkum væri misþyrmt kynferðislega í fíknefnapartíum þar sem dæmi væru um að margir menn níddust á sömu stúlkunni á sama tíma. Þær Lilja og Íris hjá Olnbogabörnum segja dætur sínar hafa sagt sér frá sambærilegum fíkniefnapartíum, en þær létu sig oft hverfa svo dögum skipti þegar þær voru í neyslu. Dætur þeirra beggja hafa blessunarlega snúið við blaðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.