Kjarninn - 23.01.2014, Side 49

Kjarninn - 23.01.2014, Side 49
44/46 Viðtal „Það er svo erfitt að lýsa því sem maður gengur í gegnum þegar barnið manns hverfur, jafnvel í marga daga. Eftir ákveðinn tíma fer maður bara að dofna upp, maður hálf- partinn lamast af áhyggjum og verður máttlaus,“ segir Lilja. Íris tekur í sama streng. „Þó að maður þekki ekki hlutfallið veit ég að langflestar stúlkur sem leiðast út í svo mikla neyslu lenda í ógeðslegu ofbeldi. Þær átta sig meira að segja ekki einu sinni sjálfar á því að það sé verið að misnota þær. Þær lenda oft og tíðum í greipum eldri manna sem halda að þeim fíkniefnum í annarlegu ástandi svo þeir geti misnotað þær. Þessir menn, sem oftar eru eldri og með hálfgerða hirð í kringum sig, nota líka oft unga drengi til að fremja afbrot, þjófnað og innbrot, sem fá fíkniefni að launum,“ segir Íris. Konurnar segja útilokað að kasta tölu á fjölda þessara týndu barna. „Það er ómögulegt að vita hversu stór hópur þetta er. Þetta er mjög falið og þessu fylgir mikil skömm. En það er afar aðkallandi að þessum börnum verði komið til áhyggjufullar mæður Ómögulegt er að lýsa angist- inni sem foreldrar upplifa þegar börnin þeirra hverfa inn í brenglaðan heim neyslunnar, jafnvel svo dögum skiptir.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.