Kjarninn - 23.01.2014, Page 60
54/56 líFsstíll
Upp kemur vanþurft, frústrasjón og innri barátta því þú
ert ekki tilraunarotta í búri, þú ert manneskja með langanir
og þarfir og finnur þig í allskyns félagslegum aðstæðum
tengdum mat og mætir hindrunum í að komast á æfingar.
2JKYD°JHULVW"
Þú lætur í minni pokann fyrir gömlum venjum og hugsunum
því þú átt engan mótleik, engin 6-0 vörn, enginn Júggi
vinstri venjulegur. Gamlar venjur öskra inni í hausnum
eins og hungruð hýena. „Ég á þetta skilið eftir erfiðan dag í
vinnunni.“ „Fyrst ég borðaði þessa smáköku er allt ónýtt, ég
get alveg eins dýft mér til sunds í Homeblest-pakkanum og
byrja aftur í hollustunni á morgun.“ „Ég missti úr æfingu,
nú riðlast allt planið svo ég get alveg eins sleppt æfingu á
morgun líka.“
En vandinn er að á morgun vill oft teygjast fram í næstu
viku, næsta mánuð, jafnvel næsta ár. Þá er byrjað að megra
aftur með sultarólina í innsta gati en oftar en ekki eru öll
kílóin komin til baka og jafnvel meira til. Að vera alltaf á
á fullu í ræktinni
Margir ætlar sér stóra hluti
í líkamsræktinni á nýju ári,
oft og tíðum án þess að hafa
tileinkað sér rétta hugarfarið.