Kjarninn - 23.01.2014, Side 61

Kjarninn - 23.01.2014, Side 61
55/56 líFsstíll núllpunkti dregur enn meira úr hvatanum til að halda áfram. „Ég missi ekki 5 kg á viku eins og þeir í sjónvarpinu. Til hvers að vera þá að þessu brölti?“ Þar komum við að punkti númer tvö. Það er ekki unnið í varnarstrategíu gegn þessum gömlu eyðileggjandi hugsunum sem hingað til hafa hrint okkur út af brautinni, heldur er byrjað á að taka U-beygju í hegðun. En hugarfarsbreyting er kjarninn í lífsstílsbreytingu, því hugur stjórnar hegðun sem stjórnar heilsu. Við sálfræðingar sem vinnum með fólki í þyngdartapi hjálpum því við að koma auga á eigin hryðjuverkahugsanir sem gefa leyfi til að kasta inn handklæðinu, finna mótrök við þeim og fara þannig í Morfískeppni í hausnum og jarða and- stæðinginn. „Ég á þetta skilið eftir erfiðan dag í vinnunni.“ Sem dæmi um mótrök við slíkri hugsun er: Ef ég verðlauna mig með mat enda ég með að borða of mikið og þá líður mér illa bæði líkamlega og andlega, sem er akkúrat hið gagnstæða við verðlaun. Að vera við stjórnvölinn gefur betri líðan. Matur sem verðlaun hættir að virka um leið og matur- inn er farinn. Að verðlauna sig með mat eftir erfiðan dag eða af því að maður á börn er eitt form af tilfinningaáti og það er hættuleg braut að troða. Berðu saman hvernig þér líður eftir handsnyrtingu/fótsnyrtingu/nudd sem verðlaun miðað við það að borða sukk sem verðlaun. Að gera vel við sig á að snúast um að næra sálina en ekki munninn. hrösun er ekki aumingjaskapur Þar er jafnframt mikilvægt að breyta hugsun sinni gagnvart hrösun af brautinni. Þú ert ekki rukkari, róni eða þaðan af verra alinn upp í Gaggó Vest þótt þú stingir upp í þig lúku af óplönuðum Góurúsínum. Frávik frá mataræði og æfingum er ekki uppspretta sektar kenndar, samviskubits eða tækifæri til að rífa fram refsivöndinn og blóðga bakið. „Allt-eða-ekkert-hugsunin er allsráðandi. Annaðhvort ertu í mæjónesinu eða á kál- blaðinu og ekkert þar á milli. Ekkert grátt svæði. Enginn dipló matískur millivegur.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.