Kjarninn - 23.01.2014, Page 62

Kjarninn - 23.01.2014, Page 62
56/56 líFsstíll Hrösun er lærdómsferli og jafn mikilvæg og árangur til að læra inn á okkur sjálf og hvernig við fúnkerum í ákveðnum aðstæðum. Þeir sem ná árangri eru ekki þeir sem hrasa aldrei, því það gera allar mannlegar verur. Þeir sem standa upp, hysja upp brækurnar og halda áfram eins fljótt og þeir geta eru þeir sem ná árangri. Við höldum nefnilega ekki áfram að hrasa þegar kemur að annarri hegðun. Ef við brjótum einn disk úr mávastellinu við uppvaskið grýtum við ekki hinum diskunum í gólfið. Að bæta upp fyrir niðurtætta sjálfsmynd, þjakaða samvisku og útþaninn kvið með þvingaðri rækt og horuðum snæðingum býr til vítahring hlaðinn neikvæðum tilfinningum við hollustulífið. Slíkur hugsunarháttur tengir heilsusamlega hegðun neikvæðum tilfinningum – þú æfir af illri nauðsyn til að bæta upp fyrir aðra „óæskilega“ hegðun en ekki af ánægju né löngun. Slíkt neikvætt tilfinningasamband getur aldrei orðið að heilsusamlegum lífsstíl.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.