Kjarninn - 23.01.2014, Page 63

Kjarninn - 23.01.2014, Page 63
57/57 græjur kjarninn 23. janúar 2014 snapchat Ég fékk mér Snapchat þegar það kom á markað en var svolítið lengi að byrja að nota það. Ég fæ hins vegar mikið af snapchöttum frá hinum ýmsu vinum mínum þó að ég fái ábyggilega flest frá Nínu mágkonu og pabba. Þetta getur verið voða skemmtilegt. íslands- banka- appið Mikið notað. Þar get ég skoðað hvað ég eyði miklu, millifært og annað þar inni. Ég er líka sú sem á erfitt með að leggja pinnið á minnið svo ég nota appið til að aðstoða mig við að fá pinnið mitt sent aftur. Facetime Ég nota það mikið – ótrúlega sniðugt þar sem hægt er að hringja frítt í alla. Sértstaklega hentugt á ferðalögum erlendis eða þegar þarf að ná í ein- hvern í útlöndum. Þetta er voðalega líkt Skype en mér finnst eins og þetta sé öflugara. rakel garðarsdóttir framleiðandi hjá Vesturporti „Ég á iPhone 5 - sem er ómissandi tæki.“ 57/57 grÆjur tÆKni Polaroid æðir inn í nútímann Margir voru búnir að afskrifa hið gamalkunna ljósmyndafyrirtæki Polaroid á upplýsingaöld. Flaggskip þess, sjálfsframkallandi myndavélin, virtist eiga lítið erindi við aðra en hipstera, enda retro-áferðin á myndunum nú fáanleg sem slikja á Instagram. Polaroid neitar hins vegar að deyja. Þvert á móti ætlar fyrirtækið að taka fullan þátt í framþróuninni með nýjustu vöru sinni, Polaroid Social matic. Tækið er í raun myndavél og raun- tímaprentari hnoðað saman í eitt. ÞSJ

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.