Kjarninn - 23.01.2014, Page 67

Kjarninn - 23.01.2014, Page 67
60/61 almannatengsl Árangursrík samskipti byggja alltaf á því að vita hverja þú talar við. Hvernig er markhópurinn saman- settur, hvað vekur áhuga hans, af hverju hefur hann áhyggjur og hvernig er best að nálgast hann? Demókratar gerðu sér grein fyrir auknu vægi minnihlutahópa á meðal kjósenda og töluðu sérstaklega til þeirra, og hlutu stóran hluta atkvæða minnihlutahópa sem var mjög mikil- vægt í að tryggja Obama kosningu. Pólitískir refir kunna listina að hlusta á mismunandi raddir, líka þær sem eru á öndverðum meiði. Repúblikanar ofmátu áhrifamátt Fox News og klikkuðu á að hlusta á lykilhópa eins og Bandaríkjamenn af rómönskum uppruna og konur. Niðurstaðan var sú að þeir töpuðu mjög stórt hjá þessum tveimur hópum. Romney og félagar heyrðu það sem þeir vildu, ekki það sem þeir þurftu. Það er lykilatriði að mæta undir- búin(n) og vita hvað þú ætlar að segja. Obama var kærulaus fyrir fyrstu kappræður frambjóðendanna í sjónvarpi og mætti illa undirbúinn. Fyrir vikið var Romney mun betri en hann. Obama undirbjó sig hins vegar betur fyrir aðrar og þriðju kapp- ræðurnar og stóð sig töluvert betur en í þeim fyrstu. Önnur ástæða fyrir slælegu gengi Obama í fyrstu kappræðunum var að hann talaði eins og lagaprófessor en ekki stjórnmálamaður. Hann var of ítarlegur, tæknilegur og langorður. Keep it simple, stupid. Þegar Romney sagði að 47 prósent Bandaríkjamanna litu á sig sem fórnarlömb átti það eingöngu að vera fyrir lokaðan hóp af auð mönnum en ekki almenning. En þökk sé snjallsímum getur allt sem fólk segir og gerir verið tekið upp. Sem var einmitt gert í þessu tilfelli, í kjölfarið sett á netið og var fljótlega komið á dagskrá fjölmiðla um heim allan. Allir vita hversu vel Obama nýtti sér samfélagsmiðla í kosningabaráttu sinni, bæði 2008 og 2012. Obama notaði síður eins og Facebook, Twitter og YouTube til að tengjast ólíkum hópum á borð við blökku- menn og samkynhneigða. John F. Kennedy er frægur fyrir að vera fyrsti sjónvarpsforsetinn, Obama er fyrsti samfélagsmiðla forsetinn. Svo mega frambjóðendur auðvitað ekki gleyma þeim grundvallar- atriðum að kyssa börn og hjálpa gömlu fólki yfir götu við hvert tæki- færi sem býðst lestu salinn hlustaðu undir- búningur eKKi FlÆKja málin breytt landslag í Fjölmiðlum puttinn á púlsinum Kyssum börnin tékklisti stjórnmálamannsins

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.