Kjarninn - 23.01.2014, Side 72

Kjarninn - 23.01.2014, Side 72
65/66 tónlist ema EMA er einyrkjasveit tónlistar- konunnar Eriku M. Anderson, sem í vor sendir frá sér sína aðra breiðskífu sem heitir „The Future‘s Void“. Tónlist hennar er ögrandi og falleg í senn, jöfn blanda af poppi og ærandi tilraunamennsku. mac demarco Kanadíski flipparinn og Íslands- vinurinn Mac DeMarco gefur út nýja breiðskífu í apríl og hefur hún fengið nafnið „Salad Days“. Síðustu tvær breiðskífur hans eru frábærar, góð blanda af bjöguðu skynvillupoppi og glysrokki sem mætti setja í flokk með Ariel Pink‘s Haunted Graffiti og R. Stevie Moore. thee silver mt. Zion memorial orchestra Kanadíska jaðarrokksveitin Thee Silver Mt. Zion Memorial Orchestra hefur vaxið jafnt og þétt með árunum. „Fuck Off Get Free We Pour Light on Everything“ er titill nýjustu afurðar hennar og er það Constellation Records sem sér um útgáfu eins og fyrr. Þessi sveit deilir meðlimum með Godspeed You! Black Emperor en fetar örlítið aðrar slóðir án þess að íburður og dramatík sé eitthvað minni. young Fathers Íslandsvinirnir Young Fathers frá Skotlandi komu, sáu og sigruðu á síðustu Iceland Airwaves. Þeir senda frá sér fyrstu breiðskífu sína í byrjun febrúar og heitir hún „Dead“. Young Fathers eru á mörk- unum að vera hipphopp og mætti staðsetja þá einhvers staðar á milli sveita á borð við Shabazz Palaces, Death Grips og Animal Collective.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.