Kjarninn - 23.01.2014, Page 79

Kjarninn - 23.01.2014, Page 79
71/74 KjaFtÆði É g var staddur á yfirgefnum hostel-bar á eyju í Suður-Taílandi þegar Geir H. Haarde bað guð um að blessa Ísland í ræðu sem var að mestu leyti stolin úr kvikmyndinni Armageddon. Ég veitti galtómri þvælunni sem vall upp úr sitjandi forsætisráðherra samt ekki mikla athygli því að ég var allt of upptekinn við að horfa á þá litlu peninga sem ég átti hverfa ofan í eitthvert svarthol sem kallast gengisvísitala. Fram að þessu hafði ég í barnslegri einlægni haldið að peningar væru föst stærð sem ég einn hefði þau forréttindi að kasta á glæ í pizzur, raftæki og illa ígrundaðar utanlands- ferðir – ekki eitthvað sem gæti bara gufað upp. Þremur svefntöflum, 50 þúsund króna láni frá fyrr- verandi kærustu og 500 evru sekt fyrir smygl á kínverskri DVD-útgáfu af Mýrinni (þar sem Baltasar sjálfur var á kápunni á hestbaki með kúrekahatt) síðar var ég kominn aftur til Íslands – eða Nýja Íslands eins og það var víst kallað; Ég veit ekki neitt Hrafn Jónsson skrifar um sjálfan sig KjaFtÆði hrafn jónsson kvikmyndagerðarmaður kjarninn 23. janúar 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.