Kjarninn - 10.04.2014, Blaðsíða 29

Kjarninn - 10.04.2014, Blaðsíða 29
24/28 DaNmörk Þ egar ungur Dani opnaði litla verslun með rúmfatnað í Árósum á Jótlandi vorið 1979 hefur sjálfsagt engum, allra síst honum sjálfum, dottið í hug að 35 árum síðar yrði hann þriðji ríkasti maður Danmerkur. Og jafnframt númer 363 á lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Danir kalla þennan mann Dyne-Larsen. Lars Larsen, Dyne Larsen eða Rúmfata-Larsen, skaust í heiminn, eins og hann orðar það sjálfur, 6. ágúst 1948 kl. 13.08. Yngstur fjögurra systkina sem fæddust á fimm árum. Sá skuggi hvíldi þó yfir þessari fjölgun í fjölskyldunni að heimilisfaðirinn, Lars Kristinus Larsen, lést áður en dreng- urinn fæddist, aðeins 55 ára gamall, og móðirin, Signe Vera Kirstine Hansen, ákvað að sá stutti skyldi bera nafn föðurins og hann var því skírður Lars Kristinus. Þegar þau Lars eldri og Signe kynntust var hann kominn undir fimmtugt en hún tíu árum yngri. Þau voru bæði af fátæku fólki komin en tókst að kaupa jörð við þorpið Arnborg á Mið-Jótlandi og lifðu fyrst og fremst af kartöflurækt. Lars eldri tók talsverðan þátt í félagsmálum, sat í safnaðarnefnd og í stjórn sjúkrasamlagsins á svæðinu. Signe var mjög trúuð og hafði starfað með Hjálpræðishernum áður en hún giftist. ætlaði sér ekki að verða bóndi Fráfall húsbóndans var reiðarslag fyrir fjölskylduna. Ekkjan reyndi að halda búskapnum áfram en neyddist fljótlega til að selja jörðina. Hún keypti minni jörð og reyndi líka fyrir sér í hótelrekstri en hún var heilsuveil og eftir skamman tíma var hótelið selt. Signe keypti þá litla sælgætisverslun í Hurup á Norður-Jótlandi. Lars segist fá vatn í munninn þegar hann minnist sælgætisins en sér, og öðrum, hafi snemma orðið ljóst að bóndi yrði hann ekki. DaNmörk Borgþór Arngrímsson „Þeir hefðu þó getað sparað sér hláturinn því textann sem Lars fór með, „Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“, hitti algjörlega í mark og bæði verslan- irnar og manninn þekkir hvert einasta danskt mannsbarn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.