Kjarninn - 10.04.2014, Blaðsíða 30

Kjarninn - 10.04.2014, Blaðsíða 30
25/28 DaNmörk Skólagangan hófst 5. ágúst 1956, þá var Lars sjö ára en daginn eftir varð hann átta ára. Hann segir í ævisögu sinni að vegna reglna um að börn skyldu byrja í skóla þegar þau væru sjö ára, miðað við fæðingardag en ekki fæðingarár, hafi hann verið elstur í bekknum og það hafi oft komið sér vel. Framan af gekk sælgætisverslunin prýðilega en síðan tók að halla undan fæti. Signe var illa haldin af gigt og auk þess sótti á hana þunglyndi sem ágerðist hratt. Lars segir í ævisögu sinni að þegar hann var 12 ára hafi móðir hans verið orðin óvinnufær og dvalist langtímum saman á sjúkrahúsum. Börnin bjuggu þó áfram í litla húsinu sem móð- ir hans hafði keypt, þau stunduðu ýmiss konar íhlaupavinnu til að afla tekna. Eldri systkinin hættu í skólanum þegar skyldunáminu lauk, eftir sjöunda bekk, en fyrir hvatningu skóla- stjórans hélt Lars áfram og lauk gagnfræða- prófi árið 1966. Hann hafði mikinn áhuga á að verða kennari en eldri bróðirinn Hans sagði að það væri ekki rétta starfið, hann ætti að verða kaupmaður. Lars fékk starf sem lærlingur í versluninni Magasin H&L í Thisted, þar voru seldar sængur og koddar, dýnur, gardínur, kjólaefni og margt fleira. Á þessum tíma kynntist hann hjúkrunarfræðinemanum Kristine Brunsborg, sem varð eiginkona hans. Duglegur og útsjónarsamur starfsmaður Árin hjá H&L voru lærdómsrík og Lars vakti athygli yfir- manna sinna fyrir dugnað og útsjónarsemi. Einu sinni gerð- ist það að Lars var sendur til að líta á rúmdýnur hjá nokkrum framleiðendum, en þar sá hann meðal annars nokkrar dýnur sem höfðu orðið fyrir lítilsháttar hnjaski þegar flutningabíll valt. Lars keypti dýnurnar og margt fleira á mjög lágu verði. Svo mikið reyndar að það hefði dugað til að fylla verslunina hjá H&L tíu sinnum. Svo var auglýst að vörur sem sumar væru eilítið útlitsgallaðar yrðu seldar í versluninni föstudag og laugardag. Þegar starfsfólkið mætti til vinnu á föstu- deginum var löng röð fyrir utan búðina og allt seldist upp á sá hlær best sem síðast hlær Lars Larsen var harður á því að gæs yrði að finna í vörumerki fyrirtækisins, sem mörgum þótti aðhlátursefni. Merkið er nú metið á milljarða danskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.