Kjarninn - 10.04.2014, Blaðsíða 72

Kjarninn - 10.04.2014, Blaðsíða 72
63/63 ÍÞróttir FIFA hefur vikið tveimur stjórnar- mönnum frá störfum vegna mögulegra spillingamála, þeim Jack Warner, sem var varaforseti knattspyrnusambandsins, og Mohammed Bin Hamman, sem var jafnframt forseti Knattspyrnusambands Asíuþjóða. Hamman er sakaður um að hafa haft milli- göngu um greiðslur til stjórnarmanna FIFA, meðal annars til Jack Warner, frá yfirvöldum í Katar til að tryggja landinu heimsmeistara- keppnina árið 2022. Yfirvöld í Katar hafa neitað öllum ásökunum um spillingu. Fjölmiðlar hafa sömuleiðis fullyrt að tveir stjórnarmenn FIFA til viðbótar séu viðriðnir spillingarmál varðandi val knattspyrnu- sambandsins á Katar fyrir heimsmeistara- keppnina 2022. Fullyrt er að Issa Hayatou, formaður Afríska knattspyrnusambandsins, og Jacques Anouma, forseti Knattspyrnu- sambands Fílabeinsstrandarinnar, hafi þegið mútur fyrir atkvæði sín til handa Katar og þá gerðist Amos Adamu, fulltrúi frá Nígeríu hjá FIFA, uppvís að því að bjóða atkvæði sitt til sölu á meðan hann var mynd- aður af falinni myndavél á fundi með breskum rannsóknar- blaðamönnum sem villtu á sér hemildir. Þá hefur David Triesman, sem fór fyrir baráttu Englendinga um heimsmeistarakeppnina 2018, sakað Jack Warner, áðurnefndan Ricardo Texeira og tvo stjórnarmenn FIFA til viðbótar um óviðeigandi og ósiðlega framgöngu í tengslum við val FIFA á Rússlandi sem keppnisstað fyrir HM 2018. Þrátt fyrir ásakanirnar, og rannsókn siðanefndar FIFA á þeim, hefur hinn umdeildi Sepp Blatter, forseti knattspyrnu- sambandsins, ítrekað haldið því fram að innan þess þrífist engin spilling. jack Warner Fyrrverandi varaforseti FIFA er bendlaður við hin ýmsu spillingarmál sem skekið hafa knattspyrnuheiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.