Kjarninn - 10.04.2014, Page 72

Kjarninn - 10.04.2014, Page 72
63/63 ÍÞróttir FIFA hefur vikið tveimur stjórnar- mönnum frá störfum vegna mögulegra spillingamála, þeim Jack Warner, sem var varaforseti knattspyrnusambandsins, og Mohammed Bin Hamman, sem var jafnframt forseti Knattspyrnusambands Asíuþjóða. Hamman er sakaður um að hafa haft milli- göngu um greiðslur til stjórnarmanna FIFA, meðal annars til Jack Warner, frá yfirvöldum í Katar til að tryggja landinu heimsmeistara- keppnina árið 2022. Yfirvöld í Katar hafa neitað öllum ásökunum um spillingu. Fjölmiðlar hafa sömuleiðis fullyrt að tveir stjórnarmenn FIFA til viðbótar séu viðriðnir spillingarmál varðandi val knattspyrnu- sambandsins á Katar fyrir heimsmeistara- keppnina 2022. Fullyrt er að Issa Hayatou, formaður Afríska knattspyrnusambandsins, og Jacques Anouma, forseti Knattspyrnu- sambands Fílabeinsstrandarinnar, hafi þegið mútur fyrir atkvæði sín til handa Katar og þá gerðist Amos Adamu, fulltrúi frá Nígeríu hjá FIFA, uppvís að því að bjóða atkvæði sitt til sölu á meðan hann var mynd- aður af falinni myndavél á fundi með breskum rannsóknar- blaðamönnum sem villtu á sér hemildir. Þá hefur David Triesman, sem fór fyrir baráttu Englendinga um heimsmeistarakeppnina 2018, sakað Jack Warner, áðurnefndan Ricardo Texeira og tvo stjórnarmenn FIFA til viðbótar um óviðeigandi og ósiðlega framgöngu í tengslum við val FIFA á Rússlandi sem keppnisstað fyrir HM 2018. Þrátt fyrir ásakanirnar, og rannsókn siðanefndar FIFA á þeim, hefur hinn umdeildi Sepp Blatter, forseti knattspyrnu- sambandsins, ítrekað haldið því fram að innan þess þrífist engin spilling. jack Warner Fyrrverandi varaforseti FIFA er bendlaður við hin ýmsu spillingarmál sem skekið hafa knattspyrnuheiminn.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.