Kjarninn - 05.06.2014, Page 10

Kjarninn - 05.06.2014, Page 10
08/13 UmhverFismáL B rennisteinsvetnismengun er ekki til umræðu á hverjum degi. Samt telja margir sérfræðingar að losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið og neikvæð áhrif þess á loftgæði sé eitt stærsta umhverfisvandamál sem höfuðborgarsvæðið glímir við. Á síðastliðnum áratug hafa Hellisheiðar- og Nesjavalla- virkjun, virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur sem standa í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, samtals losað um 198 þúsund tonn af brennisteinsvetni út í andrúmsloftið. Hagsmunaaðila deilir á um langtíma- áhrif af brennisteinsvetnismengun. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- ráðherra sagði til að mynda á Alþingi í apríl að lítið væri vitað um áhrif brennisteins vetnis á heilsufar. Ýmsir sérfræðingar sem hafa rann- sakað möguleg áhrif mengunarinnar telja miklar líkur til þess að hún sé samfélaginu afar dýr, bæði vegna áhrifa á heilsu fólks og gróður og ekki síður vegna tæringar málma. Þessi kostnaður sé ekki innifalinn í því verði sem rukkað er fyrir orkuna sem verin framleiða. Því sé risavaxin tilraun í gangi sem gæti á endanum verið sam- félaginu afar dýr. ætluðu að byrja niðurdælingu 2008 Hellisheiðarvirkjun fékk starfsleyfi árið 2006. Hún framleiðir um 300 MW af raforku og er mun stærri en Nesjavalla- virkjun, sem framleiðir 120 MW af raforku. Í starfsleyfi Hellisheiðarvirkjunar eru tilgreindir sérstakir áhættuþættir við rekstur virkjunarinnar sem „valdið geta mengun“. Þar er minnst á jarðhitagas en brennisteinsvetni ekki tilgreint sérstak lega. Í þeim hluta starfsleyfisins sem snýr að loft- mengun segir: „Takmarka skal loftmengun frá starfseminni eins og kostur er. Þess skal gætt að ryk og hættulegar daunillar eða lyktmiklar lofttegundir valdi ekki óþægindum í nærliggjandi umhverfi. Komi í ljós vandamál vegna UmhverFismáL Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer „Ýmsir sérfræðingar sem hafa rannsakað möguleg áhrif mengunarinnar telja miklar líkur til þess að hún sé samfélaginu afar dýr ... “

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.