Kjarninn - 05.06.2014, Side 12

Kjarninn - 05.06.2014, Side 12
09/13 UmhverFismáL lyktarmengunar, skal fyrirtækið leita leiða til að leysa vanda- málið í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Halda skal loftmengun þannig í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti.“ Ljóst er að loftmengun, sérstaklega vegna brennisteinsvetnis, hefur ekki verið haldið í lágmarki. Mælingar í næsta nágrenni virkjunarinnar og á höfuðborgarsvæðinu sýna að loftmengunin er oft yfir heilsuverndarmörkum. Sú aðferð sem Orkuveita Reykjavíkur ætlar að nota til að draga úr menguninni, niður- dæling, hefur nefnilega enn ekki komist almennilega í gagnið. Það kemur á óvart því að í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Hverahlíðarvirkjunar, sem átti að rísa í námunda við Hellisheiðarvirkjun, og er dagsett 19. maí 2008 er vikið sérstaklega að brennisteinsvetnismengun. Þar segir að „í kjölfar umsagna og athugasemda við frummatsskýrslur Hverahlíðar- og Bitruvirkjunar hefur Orkuveita Reykjavíkur ákveðið að grípa til aðgerða vegna losunar á brennisteinsvetni frá virkjunum á Hengilssvæðinu ... Hentugast miðað við að- stæður er talið vera að leysa brennisteinsvetni upp í vatni og blanda við skiljuvatn í niðurrennslisholum þar sem þrýstingur er nægjanlegur til að halda gasi á uppleystu formi. Þessi aðferð verður prófuð í tilraunarstöð sem verður komið upp við Hell- isheiðarvirkjun og er gert ráð fyrir að hún verði komin í rekstur um mitt ár 2008“. Síðan eru liðin sex ár.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.