Kjarninn - 05.06.2014, Page 49

Kjarninn - 05.06.2014, Page 49
40/40 sjö spUrNiNgar Dóttirin endalaus uppspretta gleði Hvað gleður þig mest þessa dagana? Hún dóttir mín, sem telur niður dagana að fimm ára afmælinu, er endalaus uppspretta gleði. Öll börn eru snillingar, og rannsóknar- efni hvernig snilldin rjátlast af okkur flestum með aldrinum. Hvert er þitt helsta áhugamál? Þau eru sitt af hverju tagi: Skák og skáldskapur, sögur og sagnfræði, fréttir og fjölmiðlar, Grænland og garðyrkja. Svo fylgist ég með pólitík með öðru auganu. Hvaða bók lastu síðast? Nú er ég að lesa „Young Stalin“ eftir Simon Sebag Montefiore, breskan sagnfræðing og jafnaldra minn. Þetta er saga um dreng sem ætlaði að verða prestur og skáld, en endaði sem einræðisherra og fjöldamorðingi. Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Við eigum nokkra ágæta og vel meinandi ráðherra. Kristján Þór Júlíusson er alltaf yfirvegaður í sínum störfum og málflutningi. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Grænland stendur hjarta mínu næst, og ég hef komið þangað ótal sinnum. Mig dauðlangar til Thule, sem er á 80° breiddargráðu, en þangað hefur skákbyltingin ekki náð enn. En svo ég nefni annað land, þá hef ég aldrei komið til Færeyja en vil bæta úr því. Svo væri gaman að kynnast mannlífinu á Hjaltlandseyjum og Orkneyjum. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég. Þegar ég stend mig ekki í stykkinu. sjö spUrNiNgar hrafn jökulsson rithöfundur og skákfrömuður 40/40 sjö sPURNINGAR kjarninn 5. júní 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.