Kjarninn - 05.06.2014, Síða 49

Kjarninn - 05.06.2014, Síða 49
40/40 sjö spUrNiNgar Dóttirin endalaus uppspretta gleði Hvað gleður þig mest þessa dagana? Hún dóttir mín, sem telur niður dagana að fimm ára afmælinu, er endalaus uppspretta gleði. Öll börn eru snillingar, og rannsóknar- efni hvernig snilldin rjátlast af okkur flestum með aldrinum. Hvert er þitt helsta áhugamál? Þau eru sitt af hverju tagi: Skák og skáldskapur, sögur og sagnfræði, fréttir og fjölmiðlar, Grænland og garðyrkja. Svo fylgist ég með pólitík með öðru auganu. Hvaða bók lastu síðast? Nú er ég að lesa „Young Stalin“ eftir Simon Sebag Montefiore, breskan sagnfræðing og jafnaldra minn. Þetta er saga um dreng sem ætlaði að verða prestur og skáld, en endaði sem einræðisherra og fjöldamorðingi. Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Við eigum nokkra ágæta og vel meinandi ráðherra. Kristján Þór Júlíusson er alltaf yfirvegaður í sínum störfum og málflutningi. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Grænland stendur hjarta mínu næst, og ég hef komið þangað ótal sinnum. Mig dauðlangar til Thule, sem er á 80° breiddargráðu, en þangað hefur skákbyltingin ekki náð enn. En svo ég nefni annað land, þá hef ég aldrei komið til Færeyja en vil bæta úr því. Svo væri gaman að kynnast mannlífinu á Hjaltlandseyjum og Orkneyjum. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég. Þegar ég stend mig ekki í stykkinu. sjö spUrNiNgar hrafn jökulsson rithöfundur og skákfrömuður 40/40 sjö sPURNINGAR kjarninn 5. júní 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.