Kjarninn - 05.06.2014, Page 50

Kjarninn - 05.06.2014, Page 50
Xenofóbísk öfl leituðu í framsókn Margrét Tryggvadóttir var í viðtali í Kjarnanum í desember í fyrra. Þar sagði hún að ýmis öfl, meðal annars xenofóbísk öfl, órökrétt hræðsla við útlendinga, hefðu leitað inn í Hreyfinguna á sínum tíma. Þingmenn flokksins hefðu verið meðvitaðir um þetta og ætlað sér að berja slíkt niður. Í viðtalinu sagði hún: „Mér finnst þessi orðræða hafa fundið sér ákveðna fótfestu í Framsóknar flokknum núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, fór fram á að Margrét bæðist afsökunar á þessum ummælum og „leiðrétti“ þau. „krossbrjálaður“ aðstoðarmaður Í Facebook-færslu sagði Jóhannes Þór vera „alger- lega krossbrjálaður yfir því að Margrét Tryggvadóttir skuli leyfa sér að ljúga því blákalt upp á mig og samstarfsfólk mitt í Framsókn að við séum gróðrastía útlendingahaturs ... Reynsla mín af framsóknarfólki, bæði í grasrót og forystu, er heilt yfir sú að þar fari frjálslynt fólk sem ber virðingu fyrir öðru fólk sama hvaðan í veröldinni það er upprunnið“. Það er spurn- ing um hvort, og þá hvernig, ummæli og áherslur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík passa við þessa skýringu hans á frjálslyndum flokksmönnum. aF NetiNU samfélagið segir um kosningarnar kjarninn 5. júní 2014 twitter una sighvatsdóttir @unasighvats Held svei mér að ég fari að sofa þótt lokatölur vanti, en #kosningatómas verður í draumum mínum. #kosningar #kosningar 2014 sunnudagur 1. júní 2014 konrÁð pÁlmason @KonniPalma Var ekki hægt að hafa næturkosningu fyrir Píratana? Þá hefðu þeir kannski ekki hakkað Ruv-vefinn #kosningar laugardagur 31. maí 2014 jóhannes Þór @johannesthor Elska bæði júróvisjón og #talningartómas -frábært sjónvarp! #LEAVETOMASALONE sunnudagur 1. júní 2014 katrín atladóttir @katrinat okkur er vísað á textavarpið meðan eitthvað fólk handtelur handmerktu atkvæðin okkar, hvaða ár er aftur? #kosningar sunnudagur 1. júní 2014 gísli marteinn @gislimarteinn Það hefur ekki verið svona mikið kaos í Ráðhúsinu síðan við vorum að mynda og slíta meirihlutum þar í öðrum hverjum mánuði. laugardagur 31. maí 2014 Þorbjörg helga @thorbjorghelga Fjarðarbyggð. Þrjú jakkaföt. Ferskt. #kosningar laugardagur 31. maí 2014 41/41 samFéLagið segir

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.