Kjarninn - 05.06.2014, Side 61

Kjarninn - 05.06.2014, Side 61
52/55 pistiLL m ig langar í blómahjólið, sagði þriggja ára sonur minn í hjólabúð þar sem við mæðginin vorum stödd fyrir nokkrum dögum. Nei, viltu ekki frekar bláa hjólið með fisk- unum? spurði ég í skringilega skipandi tón. Nei, bara blómahjólið, sagði hann einlægur og benti á ljósfjólublátt hjól, skreytt rauðum blómum. En sjáðu hvað bláa hjólið er flott, vældi ég. Það er Bubba- Byggis-bjalla á því! Mig langar í blómahjólið, ítrekaði hann og greip utan um stýrið á því, líkt og hann ætlaði að hlekkja sig fastan við það. Mér var hætt að standa á sama, fyrr í vikunni hafði ég ætlað að kaupa bláa gúmmískó á hann en endað á því að leiða hann hamingjusaman út í pastelgrænum gúmmískóm með skær- bleikum röndum á hliðunum. Sko ... byrjaði ég en þaggaði niður í sjálfri mér í tæka tíð. Það hefði lítið upp á sig að segja þriggja ára barni frá því að ég hefði lesið frétt um lítinn strák í útlöndum sem safnaði rauðum og ljósfjólubláum ég er karl frekar en framsóknarkona Auður Jónsdóttir rithöfundur fjallar um útlendinga og Íslendinga, pólitík og kosningar. pistiLL auður jónsdóttir rithöfundur

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.