Kjarninn - 05.06.2014, Page 75

Kjarninn - 05.06.2014, Page 75
06/08 tÓNList Liars Liars er þríeyki sem stofnað var í Brooklyn um síðustu aldamót og hefur gengið í nokkrar manna- breytingar á ferlinum. Lengst af hafa þeir Angus Andrew, Aaron Hemphill og Julian Gross skipað sveitina. Hljómplötur Liars eru sjö talsins og eru engar tvær þeirra eins enda er sveitin mjög leitandi. Innblástur sinn hefur sveitin m.a. sótt í síðpönk, raftónlist og tilraunrokk frá mörgum skeiðum 20. aldarinnar. Ben Frost Ben Frost er Ástrali sem hefur verið búsettur á Íslandi í tæpan áratug. Hljómplötur hans eru þrjár og hafa þær allar fengið afbragðsdóma. Tónlist Bens er framsækin og metnaðarfull raftónlist sem reynir á þolmörk hlustand- ans og hrífur hann með sér. Margir tónlistarmenn hafa hrifist af verkum Bens og hafa boðið honum til samstarfs og má þar nefna Brian Eno, Swans, Colin Stetson og Tim Hecker sem eru engir aukvisar í faginu. hebronix Hebronix er einyrkjasveit Daniels nokkurs Blumberg sem áður fór fyrir hinni hreinræktuðu jaðar- rokksveit Yuck. Blumberg yfirgaf þá sveit eftir útgáfu fyrstu breiðskífu hennar og hefur alfarið einbeitt sér að Hebronix. Fyrsta breiðskífa Hebronix, sem heitir Unreal, var unnin með Neil Hegarty úr Royal Trux og minnir á margt það besta með hljómsveitum á borð við Built to Spill og The Flaming Lips.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.