Kjarninn - 05.06.2014, Síða 80

Kjarninn - 05.06.2014, Síða 80
03/04 MarkaðsMÁl Varamannabekkurinn Meðal helstu innihaldsefna í hinni klassísku HM-auglýsingu er hádramatísk tónlist með fiðlum, myndataka með hraðbreytingum og stórstjörnur. Stórstjörnurnar eru ekki bara inni á vellinum heldur hafa margir heimsfrægir leikstjórar spreytt sig á forminu. Hér sjáum við Platoon- og Wall Street-leikstjórann Oliver Stone í auglýsingu fyrir sjónvarpsstöðina DirecTV. Virðingarverð tilraun til að taka formið lengra, en lokaniðurstaðan er stíf og þvinguð. Adidas er meðal aðalstyrktaraðila keppninnar og skaffar meðal annars boltann, sem verður hefðinni samkvæmt umdeildur. Leik- menn munu að öllum líkindum kvarta undan því að hann fljóti ekki rétt og að hann sé of léttur. Þetta skiptið er Adidas líka með gríðar- stóra herferð í gangi sem heitir All in or Nothing, þar sem Messi er aðalstjarnan. Auglýsingin er metnaðarfull og henni fylgja ótal styttri auglýs- ingar sem birtar verðar á YouTube í takt við framvindu keppninnar. Það var brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles sem leikstýrði auglýsingunni, en hann er helst frægur fyrir myndina Borg Guðs frá árinu 2002. Sjálfur Kanye West samdi lagið. Hér er gert út á kvíða stórstjörnunnar fyrir mótið. Andstæðingar Messi birtast honum í martraðarkenndum draumi. Þessi nálgun er hvorki ný né hefur Meirelles tekist sérstakega vel upp með að vinna úr efniviðnum. Það er ekkert nýtt að gerast í myndatökunni, lagið frá Kanye er slappt og hlekkirnir í auglýsingunni vísa ekki á neitt skemmtilegt heldur fara með áhorfandann beint í vefverslun. Adidas kemst ekki í byrjunar- liðið þrátt fyrir hafa mætt á allar æfingarnar og lagt mikið á sig. Þegar fjármálastofnanir hafa ekkert að segja en eiga fullt af pening er líkingamálið og tölvubrellurnar aldrei langt undan. Takið sérstaklega eftir öllum skotunum af fólki að horfa. Þetta er nálgun sem við þekkjum úr óteljandi auglýsingum en hér er þemað tekið alla leið í auglýsingu fyrir Itaú, banka keppninnar. Þessi auglýsing kemur ekki af varamannabekknum nema einhver í byrjunarliðinu fótbrotni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.