Kjarninn - 05.06.2014, Side 82

Kjarninn - 05.06.2014, Side 82
01/03 kjaFtæði s umir hlutir fást ekki í Krónunni, þannig að ég fór yfir götuna í Bónus til að finna þá um daginn. Ég var svolítið pirraður af því að 45 mínútna Krónuferð var að baki og hún hafði gengið brösuglega af því að þeir voru nýbúnir að breyta uppsetningu verslunarinnar. Sólin var lágt á lofti þannig að ég sá ekkert út um bílrúðuna, það gekk illa að finna stæði og ég þurfti á klósettið (sæll, Þorgrímur Þráinsson). Ég þekki Bónus verslunina auðvitað ennþá minna en Krónuverslunina þannig að ég var heila eilífð að leita að því sem mig vantaði. Fann það auðvitað ekki, þannig að ég gerði mig tilbúinn til að fara út úr versluninni (og við vitum öll hvað það er auðvelt að fara út úr matvöruverslun án þess að kaupa neitt!). Þá stoppaði ég af því að ég sá að Francisca var að vinna. Ahhh, Francisca. Við elskum hana öll; geðþekku verslunar konuna sem hefur brætt hjörtu viðskiptavina Bónuss, kom fram í Áramótaskaupinu og fékk fullt af far- tölvum handa fjölskyldunni sinni í Sambíu fyrir góðvild sína. Ég verð að kaupa eitthvað, bara til að fá afgreiðslu hjá henni. Það er það sem ég þarf. Ég þarf brosið hennar og vinsamlegu kveðjuna til að bjarga þessari ömurlegu verslunarferð. :D Konráð Jónsson segist sjaldan líða jafn illa og þegar hann reynir að vera hress. kjaFtæði konráð jónsson lögmaður

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.