Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • 147 dönsku snaraði hann hinni merku sögu Gunnars Gunnarssonar »Ströndin« (1917). Ennfremur eru til eftir hann sögur á víð og dreif í tímaritum og blöð- um, og hefir þeim eigi enn verið safnað í heild. — Þegar rætt er um bókmenta- iðju Kvarans má og geta starfa hans fyr- ir Leikfélag Reykjavíkur, var hann leið- beinandi þess um nokkur ár bæði á undan og eftir Akureyrarveru sinni. — Árið 1907 fór Einar Kvaran aftur til Ameríku, ferðaðist hann þá um bygðir fslendinga þár vestra og flutti fyrirlestra. Um þessa för ritaði hann ferðapistla í »Norðurland« og komu þeir út í bók 1909. Enn fór hann hina þriðju för vestur um haf 1924 og 1925 og flutti þar fyrirlestra í flestum bygðum fslendinga vestra. Pað má því fullyrða, að hann hafi alt í alt unnið mikið starf fyrir þjóðerni fslend- inga vestanhafs og létt undir með þeim í að halda samböndunum við gamla land- iö við líði. Einar Kvaran hefir ávalt verið hinn mesti áhugamaður um landsmál, og tók hann drjúgan opinberan þátt í stjórn- málabaráttunni eftir heimkomu sína og alt fram um 1910. En eftir að hann hætti blaðstjórastörfum, hefir minna borið á honum á þessu sviði. — Fyrir utan tjölda blaðagreina um opinber mál, hefir hann m. a. samið bókina »Frjálst sam- handsland, stut.t yfirlit yfir stjórnmála- ufstöðu íslands til Danmerkur« (1907) — þessi bók kom einnig út á dönsku og hef- lr öefað gert sitt til að auka skilning á °& greiða úr stjórnmáladeilunni miili fs- lendinga og Dana. Ennfremur má telja hann meðal braut- hyöjenda á ýmsum andlegum sviðum. Hann er einn meðal þeirra íslenzku skálda og mentamanna, sem fluttu hina svonefndu realistisku stefnu (raunveru- feikastefnuna) inn í bókmentir vorar, en sú stefna hefir hér á Norðurlöndum eink- um verið kend við Georg Brandes. fs- lendingar, sem stunduðu nám í Höfn á árunum, þegar stefnan var sem ríkust þar, urðu auðvitað fyrir áhrifum af henni. og meðal þeirra var Kvaran — hefir það haft mjög mikla þýðingu fyrir bækur hans, einkum að því er snertir stíl og hugsunarhátt. — En þar sem þessi stefnuhvörf og áhrif þeirra í bókmentum vorum er meira en nóg efni í sérstakan kafla íslenzkrar bókmentasögu, vil eg unna öðrum, sem mér eru færari, að rita um þau, enda er ekki rúm fyrir slíkt hér í þessu stutta yfirliti. Það nægir í þessu sambandi að geta þess, að fæstir hinna íslenzku skálda, sem aðhyltust stefnuna, og sem náðu nokkrum aldri, hafa getað fylgt skoðunum hennar í eilifðarmáíun- um, þegar frarn í sótti. — Ef til vill get- ur maður í þessu leitað orsakanna að því, er Einar Kvaran, eftir aldamótin, meira og meira fór að gefa sig við sálarrann- sóknum og rannsóknum viðvíkjandi til- verunni eftir dauðann. Hefir hann á því sviði staðið framarlega ekki einungis meðal hérlendra manna heldur og einnig annara. Hann hefir samið fjölda ritgerða og flutt marga fyrirlestra Um þetta efni, og með þeim hefir hann fengið talsvert víðtæk áhrif á hugi margra manna, bæði lærðra og leikra hér á landi, einkum mun hann og samherji hans í þessum efnum, Haraldur Níelsson prófessor, hafa haft mjög djúp áhrif á hugsunarhátt og skoð- anir margra yngri manna andlegrar stéttar. Hér skal ekki farið út í að dæma nytsemi slíkra áhrifa fyrir þjóðina í heild; en eg vil leyfa mér að benda á það, að flest er betra en deyfð og dauði og algert hugsunarleysi um andleg mál og velferð sálarinnar þessa heims og ann- ars. Andleg deyfð, á hvaða sviði sem er, er átumein þjöðlífsins, en hverri vakn- ingu verður að fylgja sjálfstæð dóm- greind og róleg íhugun einstáklinganna. 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.