Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 151 .gerði manni hálf órótt innanbrjósts, því að á hverju augnabliki gat maður vænst að finna eitthvað skríða yfir sig. — Hvaða skrjáf er þetta? sagði Hrefna og greip hönd mína. — 0 það eru víst bara einhver smá- skordýr, sem leika sjer í grasinu, svaraði jeg. —- Ertu ekki hræddur við þau? — Jeg hræddur? Jeg held nú síður, og J)ú þarft víst heldur ekkert að óttast af þessum greyjum. Enda þótt jeg segði þetta hughreystandi, fann jeg að Hrefna færði sig nær mjer, eins og hún væri að forðast einhvern óvin. Mjer þótti auðvit- að ekkert að því, að hún skyldi leita vemdar minnar, því að hvers hafði jeg óskað heitar en þess, að vernda hana og "vefja hana örmum mínum. Jeg sá, að nú lögðu forlögin svo gott færi upp í hend- ur mjer, að jeg væri frámunalegur klaufi, jeg ljeti það ganga mjer úr greipum. Jeg þrýsti hönd Hrefnu og sagði: — Þú vilt ef til vill að við förum að halda heim, ertu hrædd við dýrin hjerna í skóginum ? Mjer fyndist nú annars nógu rómantískt að vera hjer ögn fram eftir nóttunni í svona yndislegu veðri. — Jeg er ekkert hrædd, svo held jeg að Þú ættir að geta varið mig, ef einhver hætta væri á ferðum. Við skulum bara vera ögn lengur. — Jæja, segðu bara til þegar þú vilt fara, þú skalt ráða ferðinni svaraði jeg SVo kæruleysislega sem mjer var unt. Raunar var mjer ekkert kærara en að Jveljast lengur, en jeg vildi ekki láta hana finna að mjer væri slíkt kappsmál "°g spurði því aðeins til málamynda. Það var orðið óvenjulega hljótt. Allar i’addir voru nú þagnaðar, og blæjalogn var á, svo að vindþyturinn truflaði ekki, annars eru fá hljóð meira seiðandi en þegar vindur þýtur í laufinu. Við sögð- am fátt. Skógarfriðurinn hafði lukist um okkur, svo að engu var líkara en okkur fyndist það vanhelgun að rjúfa þögnina. Okkur leið líkt og við værum þátttakend- ur í þögulli bænagerð náttúrunnar, og á slíkum hátíðastundum verður manni illa við alt, sem truflar hugann. Jeg gat ekki varist að renna huganum til Hrefnu og geta mjer til um hvað hún hugsaði nú. Ef til vill gerði hún gabb að mjer fyrir barnaskap minn og ófram- færni, og ef til vill dvaldi hugur hennar við síðasta »landamótið«, þar sem hún var eftirsótt af flestum strákunum. En vel gat líka verið, að friður og fegurð næturinnar hefði gagntekið hana líkt og mig. En víst er það, að við þögðum bæði. Alt í einu heyrðist ugluvæl í fjarska. Fyrst byrjaði ein, síðan tók önnur undir, og spanst út af því langt samtal þeirra í millum. Hrefna kiptist við, um leið og fyrsta vælið heyrðist. — Hvað er þetta? Það minnir mig á útburðarvælið heima í Svartagili. Jeg gat ekki að því gert, að ugluvælið ljet illa í eyrum mjer, en ljet á engu bera, lagði aðeins arminn utan um Hrefnu og þrýsti henni nær mjer. — Vertu óhrædd, uglurnar hjerna í skóginum gera engum mein, og það hefir sennilega útburðurinn þinn í Svartagili heldur ekki gert. — Það getur verið, en engu að síður voru hljóðin þó býsna óviðfeldin, að minsta kosti fyrir þá, sem eru eins myrk- fælnir og jeg. En ættum við ekki að fara að halda heim. Hrefna sagði þetta ofur hægt og gerði enga tilraun til að losna úr armi mínum, svo að jeg gerðist djarfari, enda fann jeg, að ef við færum nú heim mundi jeg aldrei geta fyrirgefið mjer aulaháttinn. Jeg þrýsti henni því í faðm mjer og laut niður að henni. Varir okkar mættust. Kossinn var langur og heitur. Jeg vissi ekkert hvað jeg skyldi segja,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.