Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 14
156 NÝJAR KVÖLDVÖKUR við hvað eftir annað og skoðaði það í krók og kring, hvort það væri nú virki- lega til mín. En það var ekkert um að villast, þar stóð ritað: Master Símon Dal, að Hatchstead, við Hatfield. Bráðlega vorum við orðnir umkriiigdir af meira en helmingi allra gestanna og allir virtust vera búnir að gleyma Claron- don jarli. — Því er einhvernveginn svo varið, að smáatvik,. sem gerast í nánd. vekja meiri athygli, en stórviðburðir, sem fjær gerast; og í Hatchstead var þessi viðburður enn þýðingarmeiri í augum manna, en þó ráðherra væri vikið úr em- bætti í Lundúnum, eða að það þóknaðist konunginum að velja sjer nýja ráðgjafa til að stjórna landinu. — Allir hrópuðu hver í kapp við annan, að eg skyldi flýta mér að brjóta bréfið og birta þeim, hvaða boðskap það hefði að færa mér. En það vildi presturinn ekki heyra: »Nei«, sagði hann með valdsmannssvip, »það getur verið, að kóngurinn skrifi Símoni einhver einkamák. Ef bréfið hefði verið til Quin- tons lávarðar, hefði mönnum þótt þessi tilgáta sennileg, en öðru máli var að gegna, þar sem eg átti í hlut. En prestur hafði svarið við háðglósum nágrannanna á reiðum höndum: »Eg held ykkur ætti nú að vera kunnugt um, að kóngurinn og Símon eiga eftir að hafa ýms einkamál saman áður en lýkur«, hrópaði hann og skók hnefann framan í háðfuglana. Á meðan á þessu stóð braut eg skjalið — og enn í dag finn eg glögt hversu for- viða eg varð þá. Efni þess var, að kon- ungurinn væri minnugur þeirrar þjón- ustu, sem faðir minn hefði veitt föður sínum (og um leið, leit það út fyrir, hafði hann gleymt að faðir minn hefði líka veitt Cromwell að málum), og þar sem hann hefði heyrt mín að góðu getið, að eg væri bæði drottinhollur, hugdjarfur og hegð- aði mér að öllu leyti vel, þá hefði honum nú náðugast þóknast að skipa mig í liðs- foringjastöðu í lífvarðarsveit Hans Há- tignar. — Eg ætti að mæta og taka við stöðunni seinast sex mánuðum eftir dag- setningu bréfsins. — Ennfremur væri það náðug ósk Hans Hátignar að mr. Símon Dal hið allra fyrsta kæmi sjálfur til Whitehall, sýndi bréf þetta þar og gengi undir æfingar og lærði annað það, sem nauðsynlegt væri fyrir stöðu hans. Bréfið endaði með að fela mig hinum al- máttuga í hendur. Eg sat gapandi af undrun og hringinn í kring um mig sátu allir gestirnir og göptu líka. Meira að segja presturinn var orðlaus. Að endingu fór einhver að mögla í hálfum hljóðum: »Mér er nú ekkert um þessa lífverði gefið. — Hvaða lífvörð á konungurinn svo sem að þurfa annan en kærleik þegna sinna?« »Faðir hans, há- sællar minningar, fékk nú líka að kenna á þeim kærleika!« svaraði presturinn uppvægur. En eg tautaði: »Lífvörður- inn! Það er fremsta hersveit konungs að allri virðingu«. »Já, drengur minn«, mælti prestur, þér hefði verið sönn virð- ing í að standa í þeirri sveit sem óbreytt- ur liðsmaður, hvað þá, þegar þér nú býðst að verða liðsforingi Hans Hátignar. Hann var svo hrærður, að hann vantaði orð tií að lýsa tilfinningum sínum og flýði á náðir veitingamannsins, sem strax tók upp tóbaksdósirnar sínar og bauð honum í nefið, til þess að sefa hann. Alt í einu duttu mér í hug orð þau, er lávarðurinn hafði sagt við mig að skiln- aði; og nú þóttist eg skilja hvernig í öllu lægi og hvað hann hefði átt við: Ef eitt- hvað væri út á konunginn að setja, þá væri það sízt af öllu þjóna hans eða liðs- foringja að gera slíkt. Nú var eg orðinn einn á meðal þeirra. Lávarðurinn hlaut því að hafa vitað, hvað eg átti í vændum, og það gat hann aðeins vitað á einn hátt: hann hafði sjálfur haft hönd í bagga með og mælt með mér við konunginn. Þegar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.