Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Side 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 157 •«g var kominn að þessari niðurstöðu, spratt eg á fætur og sagði við prestinn: »Eg á þetta alt lávarði mínum að þakka. Hann hefir auðvitað mælt með mér«. »0, það er lávarðurinn, það er svo sem auð- vitað!« sögðu gestirnir og kinkuðu kolli hver til annars, ánægðir yfir að gátan var leyst. Presturinn einn var óánægður, hann hristi höfuðið mjög ákveðinn og sagði: »Nei, eg get ekki trúað, að lávaið- urinn hafi neitt með þetta að gei'a«. Eg hló að honum, því eg skyldi ve!, að hann nú var að hugsa um spádómiim og sú hugsun var honum því ógeðfeld, að ekkert leyndardómsfult væri á ferðum. »Þú mátt hlægja, Símon«, sagði hann . alvarlega, »en þú skalt sanna mín orð, því eg hefi á réttu að standa. En eg var þá ekkert að skifta orðum við hann frek- ar. Mér datt í hug að lávarðurinn ætlaði sama dag að leggja af stað til til Lun- dúna, svo eg mætti ekki seinni vera, ef eg ætti að geta hitt hann heima, og þakk- að honum fyrir vináttubragð hans, eg greip hatt minn og sagði, að eg ætlaði að fara að finna hann. »Það gerir auðvitað ekkert til, þótt þú segir honum frá því«, mælti presturinn, »hann mun verða alveg eins hissa og við«. Eg hló aftur og hljóp af stað eins og fæt- Ur toguðu; og það mátti ekki tæpara standa: Vagn lávarðarins stóð við dyrn- ar> þegar eg kom, og í sömu svifum kom hann sjálfur út með hatt og yfirhöfn og sstlaði að setjast í vagninn. — Hann staldraði samt við til þess að hlusta á er- lndi mitt, en áður en eg var kominn til enda með söguna, hrifsaði hann bréfið af uiei' og las það í auðsjáanlegri æsingu. Eg hélt fyrst að hann gei'ði þetta af ásettu láði, og að hann ætlaði að neita, að harin hefði auðsýnt mér þessa vinsemd, eða að diaga mig á að kannast við það. En bráð- ®ga sýndi aðferð hans að svo var ekki. arin var sannarlega eins forviða og presturinn hafði spáð og meira til; og eg sá á honum, að honum einnig mislíkaði stórlega. Hann varð mjög svipþungur og gekk með mér eftir endilangri stéttinni án þess að mæla orð frá vörum. »Eg veit ekkert um þetta«, mælti hann loks biturlega. — »Eg og frændur mínir höfum þjónað konunginum alt of dyggi- lega til þess að við gætum gert okkur vonir um að hann auðsýndi nokknmi manni náð fyrir mín orð. — Konungar eru ekki vanir að elska þá, sem þeir skulda. Nei — og þeir borga heldur ekki skuldir sínar«. Eg mælti: »Lávarður minn, eg get ekki hugsað mér nokkurn annan en yður — eg þekki engan annan, sem gæti haft slíkt vald«. Hann stanzaði og lagði hendina á öxl mér: »Þú þekkir engan? — Jæja, Símon, en þú veizt heldur ekki í hverra höndum völdin eru nú á dögum — þú þekkir ekki nafnbætur þeirra, sem konungurinn þiggur ráð hjá«. Orð hans og látbragð gerðu fögnuð minn að engu, og eg býst við að hann hafi tekið eftir svipbrigðum mínum, því hann hélt áfram vingjarnlegar en áður: »Nei, drengur minn, þú skalt ekki vera að brjóta heilann um það, úr því að það er komið til þín, þá skaltu taka því, án þess að spyrja; hver sem uppruninn kann að vera, geta þínir eigin verðleikar snúið því þér til sæmdar«. Eg gat nú samt sem áður ekki gert mig ánægðan með þessa úrlausn: »í bréfinu stendur«, mælti eg, »að konungurinn minnist verðleika föð- ur míns....« »Eg hefi nú altaf haldið að tímabil kraftaverkanna væri um garð gengið«, sagði lávarðurinn og brosti, »en kannske gerast þau enn, Símon«. »Þá er það ekki vegna föður míns — og ekki fyr- ir orðastað yðar. Hvernig á eg að geta skilið þetta lávarður minn?« Eg stakk bréfinu vandræðalega í vasann. »Eg verð nú að fara að komast af stað«, mælti lá- varðurinn og sneri sér að vagninum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.