Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 159 hann, »mundu þó ávalt, að eitt er til, sem meira er um vert, en að komast til frama og hafa hylli konunga og hefðarkvenna — mundu það og gættu þess, Símon, vegna nafns þíns og mín vegna, því eg hefi kent þér«. »Það er satt«, svaraði eg, og var annars hugar, »en eg vona, að mér auðnist ávalt að koma fram sem heiðarlegur maður«. — »Og sem krist- inn maður, Símon«, bætti hann við með mildri rödd. »Já, sem kristinn«, endurtók eg með sannfæringu. »Jæja, Símon minn, farðu nú leiðar þinnar«, mælti hann og brosti lítið eitt. — »Eg skil vel að eyru þín hlusta nú eftir öðrum hljómum, þess vegna getur þú ekki hlustað nú. En það getur verið — ef það er Guðs vilji — að strengir þeir, sem nú eru veikróma í sál þinni, verði snortnir, og að þeir hljómi hátt og skært, svo að þú heyrir tóna þeirra, þrátt fyrir aðra fagra tóna, sem vilja seiða«sál þína.... Og ef þ'u heyrir, Símon, þá taktu eftir — ef þú heyrir, þá taktu eftir....« Að svo mæltu lagði hann hlessun sína yfir mig, fylgdi mér til dyra með bros á vörunum, en með ugg og óró í augunum, og eg yfirgaf hann, fór leið- ar minnar, án þess að líta um öxl.... Það kveld hljómuðu í sannleika undarlegir og töfrandi tónar fyrir eyrum mínum. IV. KAPITULI. Iíver Cydnria var. í póstvagninum frá Herfort var mér visað til sætis við hliðina á manni, sem var hér um bil þrjátíu ára að aldri, hár velvaxinn, nokkuð þunnleitur, vel rak- aður og fyrirmannlegur á svip. Hann hafðí þjón með sér, sem hann kallaði Robert, það var glaðlegur og hraustlegur ^áungi, sem gerði sér dælt við póstdreng- ma og veitingamennina, þar sem við áð- um á leiðinni. Eg var fremur uppburða- lítill, eins og sveitamenn eru, en sessu- nautur minn tök mig þegar tali, sagði mér að hann stæði í þjónustu hjá Arling- ton lávarði, sem hefði sent boð eftir hon- um að koma til Lundúna. Nú væri Ar- lington orðinn ráðherra, og það væri lík- legt að hann sjálfur, Kristófer Dárrell (það var nafn hans) ætti í vændum að verða skipaður til að gegna einhverju háu embætti við hirðina. Alt þetta sagði hann mér mjög eðlilega og vingjarnlega, og eg lét þá ekki standa á mér, með að segja honum af létta um, hvernig á ferðum mínum stæði, þó gætti eg þess vandlega, að nefna ekki Cydariu í því sambandi. Mr. Darrell lést verða mjög forviða yf- ir að heyra, að eg væri ókunnugur í Lun- dúnum. Hann sagði, að alt látbragð mitt virtist fremur bera vott um að eg væri uppalinn einhverstaðar í námunda við hirðina en í sveit, og þar sem hann bjóst ekki við að þurfa að ganga fyrir Arling- ton sama kveldið, bauð hann mér að búa með sér á gestgjafahúsi, sem hann nefndi Covent Garden, um nóttina, og síðan kvaðst hann mundu sjá um að eg kyntist góðu fólki. Eg tók þessu boði hans fegins hendi. Og nú fór hann að ræða um hirð- ina, um konunginn, hertogana og einkum um hertogaynjuna af Orleans, sem hann sagði, að væri væntanleg til Englands innan skamms. Ekki vissi hann þó deili á erindum hennar. Þar næst fór hann að greina mér frá ýmsu Öðru fólki, sem var vel þekt í Lundúnum, þótt það væri af lægri stigum. Sagði hann þá ýmsar sög- ur, sem gengu um lafði Castlemaine, Eleanor Gwyn og fleiri ; eg hlustaði á hann hálf hneykslaður, en þótti samt hálf gaman að. Þegar eg fékk tækifæri, spurði eg hann, hvort hann hefði haft nokkur kynni af hirðmey einni í fylgdarliði her- togaynjunnar, sem nefndist Barbara Quinton. »Já, auðvitað«, svaraði hann, »það er engin fagrari mey við hirðina —

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.