Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 20
162
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hamingjusami, sem nú er í vinfengi við
mistress Nelly?« spurði hann brosandi.
»Einhver sveitalubbi — mér er sagt að
hann heiti Dal«, svaraði jarlinn. Eg fann
að hjartað barðist ákaft í brjósti mér.
En eg er samt viss um að eg leit öldungis
rólegur út, þegar eg beygði mig yfir
borðið á móti jarlinum og mælti: »Yður
hefir verið skýrt rangt frá, lávarður
minn, eg hefi gildar ástæður til að segja
það«. »Ástæður yðar geta verið svo góð-
ar sem verkast vill«, svaraði jarlinn og
hvesti á mik augun, »en þær eru nú samt
sem áður gripnar úr lausu lofti«. »Eg
hefi sjálfur nýlega verið skipaður liðs-
foringi í lífverði konungs — og nafn mitt
er — Dal!« sagði eg og rétti úr mér. Eg
fann að Darrell lagði hendina á handlegg
minn. — »Svo — svo þér eruð sá ham-
ingjusamk, mælti Carford háðslega. —
»Eg óska yður til hamingju með...« »Nei,
nei, ekki meira, Carford!« greip mr.
Jermyn fram í. »Með hana Ijósu yðar!«
sagði Carford. »Yður hefir verið skýrt
rangt frá, lávarður minn«, endurtók eg
af mikilli reiði, þrátt fyrir að eg var
gagntekinn af hræðslu: Eg vissi meira
en vel, við hverja var átt, þegar talað var
um »Nelly«.* »Við Guð, sir, eg veit, hvað
eg er að fara með!« svaraði hann. »Við
Guð, lávarður minn«, hrópaði eg, þó eg
væri nú reyndar ekki vanur að sverja
við Guðs nafn — »þér vitið það ekki!«
Reiðin hafði gert okkur báða nokkuð
háværa, og allir við borðið sneru sér að
okkur til að hlusta á deilu okkar. — Car-
ford varð sótrauður af reiði við að eg
beinlínis sagði hann ljúga, og til blygð-
unar og undrunar fyrir sjálfan mig, fann
eg á mér, að reiði mín var sprottin af
því, að mig var farið að gruna, að hann
* Nelly er stytting af Eleanor — sú sem sagan
fjallar um, er hin fræga leikkona Nelly Gwyn.
(1650—1687). Þýö.
hefði eigi farið með lýgi. En mér var ó-
mögulegt að fá af mér að láta undan, svo
eg hélt áfram: »Eg skora á yður lávarð-
ur minn, að þér kannist við fljótfærni
yðar og takið orð yðar aftur!« Hann fór
að hlægja. »Ef eg, eins og þér, gæti feng-
ið af mér, að taka við upphefð úr slíkum
höndum án þess að blygðast mín fyrir
það, mundi eg heldur ekki skammast mín
fyrir að kannast við það, mælti hann.
Eg stóð upp og hneigði mig alvarlega
fyrir honum; allir sem inni voru vissu,
hvað eg átti við, en hann vildi auðsjáan-
lega sýna mér megnustu fyrirlitningu,
því hann lét sem hann sæi ekki hreyfingu
mína, en sat kyr og glotti fyrirlitlega.
»Það virðist vera erfitt fyrir yður að
skilja meiningu mina, lávarður minn«,
sagði eg. »Þetta ætti þá að koma yður í
skilning um hana!« Eg greip handþurk-
una, sem lá á borðinu fyrir framan mig
og kastaði henni léttilega í andlit hans.
Hann spratt þá skjótt á fætur og sama
gerðu allir aðrir við borðið. Darrell greip
mig um handlegginn og hélt mér föstum.
Jermyn var við hliðina á Carford. Eg
vissi naumast hvað gerðist, svo æstur var
eg út af þessari óvæntu deilu — og enn-
þá meira af grun þeim, er orð Carfords
höfðu vakið hjá mér. — Litlu seinna sá
eg að Jermyn kom í áttina til okkar.
Darrell slepti mér þá, gekk á móti hon-
um, og þeir töluðust nokkur orð við hljóð-
lega. Carford lávarður var seztur niður
aftur, en eg beið standandi eftir úrslit-
unum og studdi mig við bakið á stólnum.
Darrell kom skjótlega aftur til mín og
hvíslaði: »Það er bezt fyrir yður að fara
heim. Eg skal undirbúa það, sem með
þarf. Þér verðið að mæta í fyrramálið«.
Eg laut höfði til samþykkis. Nú hafði eg
fullkomlega náð valdi yfir sjálfum mér
aftur, þakkaði mr. Jermyn fyrir góð-
gerðirnar, og kvaddi hann alúðlega,