Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 163 hneigði niig lítið eitt fyrir Carford og skundaði til dyranna. Eg kom til gistihússins, og hugsaði nú aðeins lítið um deiluna, eða einvígið, sem beið mínnæstamorgun. Hugurminnbeind- ist allur að því, sem eg hafði heyrt. Eg vildi ekki trúa, að það væri nokkur hæfa í því. En hvernig gat svona saga komist á loft, án þess að einhver fótur væri fyr- ir henni? — Og ef það væri satt, þá kast- aði það ljósi yfir það, sem hingað til hafði verið mér hulin ráðgáta.... Nú voru næstum því fjögur ár síðan eg skildi við Cydariu — en þetta kveld fanst mér að ef það væri sannleikur, sem Carford hafði sagt, gæti eg látið sverðsodd hans stingast gegnum hjarta mitt, án þess að láta mér bregða. Eg fann á mér, að mér mundi ekki verða svefnsamt, svo eg fór inn í veit- ingastofuna og bað um vínflösku. Stofan var mannlaus að undanteknum einum manni, sem sat við borð og var að lesa í bók. Hann var magur, heldur fátæklega til fara og naut einskis. Eg bað um ann- að glas til og bauð honum kurteislega að setjast hjá mér; en hann hristi höfuðið; þó lét hann bókina aftur, og eg sá að það var Biblían; svo hvesti hann á mig aug- un. — Hann leit einkennilega út: lang- ieitur og þunnleitur, og hárið hafði hann greitt niður alt í kringum höfuðið. Eg gat mér þegar til, að þetta mundi vera trúboði og var því enganveginn hissa, þegar hann hóf upp raust sína og byrjaði &ð tala um vonzku þessara síðustu tíma, °g að spá um reiði Guðs yfir hinni synd- um spiltu borg. »Pestin hefir geisað, og eldsvoði hefir herjað!« æpti hann, »en spillingin hefir ekki minkað. Mælir syndanna er nú fleytifullur og langlundargeð Guðs er að þrotum komið«. Mér leiddist að hlusta á þetta. Eg hafði um nóg annað að hugsa eg var því næst skapi að láta borgina sjálfa sjá fyrir syndum sínum. — »Páfa- villan skýtur höfðinu upp og þjónar Drottins eru ofsóttir!« hjelt hann áfram, en eg greip fram í: »Þessir sömu Drott- ins þjónar, hafa heldur ekki sparað of- sóknirnar gegn öðrum. Mörgum mun finnast, að þeir skeri upp eins og þeir hafa sáð«, sagði' eg, því þessi þreytandi ádeiluræða gerði mig hálfreiðan. »En nú er tími Drottins kominn, og allir munu sjá hið volduga verk reiði hans- — já, einnig í höllunum munu hin miklu merki reiðinnar sjást!« hélt hann ræðu sinni áfram. »Ef eg væri í yðar sporum, mundi eg varast að tala líkt þessu í áheyrn ókunnugra manna«, mælti eg þurlega, »það gæti verið hættulegt«. Hann leit á mig rannsóknaraugum. Svo beygði hann sig fram yfir borðið og mælti alvarlega: »Þú ert ungur og lítur út fyrir að vera óspiltur — taktu viðvör- un í tíma, skipaðu þér undir merki Drott- ins og ekki meðal fjandmanna hans, því sannarlega, stundin nálgast!« Eg hafði mætt mörgum hans líkum áð- ur; landið var krökt af þeim. Sumir voru uppgjafahermenn frá dögum Cromwells, aðrir prestar, sem vikið hafði verið frá embætti. En þessi náungi virtist vera talsvert ofstækisfyllri en þeir, sem eg hafði komist í tæri við áður. Samt verð eg að viðurkenna, að það var mikið satt í þeirri lýsingu á hirð konungsins, sem hann nú hóf upp með frábærri mælsku. »Þetta getur alt verið mjög rétt hjá yður, sir...« sagði eg, þegar mér fanst nóg vera komið. — »Eg heiti Phineas Tate«, sagði hann. — »Þetta getur alt verið rétt hjá yður, góði Phineas«, sagði eg geispaudi, »en það þýðir svo lít-ið, að vera að tala um það við mig. Þér ættuð heldur að fara og prédika yfir kónginum!« »Það skal líka verða talað til konungsins, með nokkrum c.rðuru, sem hann verður að heyra«, sagði 21*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.