Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 22
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hann op hnyldaði brýrnar — »en hans tími er ekki kominn enn«. »Tíminn er nú kominn fyrir ckkui til að fara að koraast í rúmin«, sagði eg brosandi. — »Búið þér hérna?« »í nóíl. sef eg undir þessu þaki. Á morgun mun eg tala til íbúa þessarar borgark svaraði hann. »Þá er eg ekki. ó- hiæddur um, að þér sofið á öðrum óþægi- iegri stað næstu nótt«, sagði eg um ieið og eg bauð lionum góða nótt og gekk til dyranna. En hann hljóp á eftir mer og hrópaði: »Gæi tu þess, að frestur sá,' sem þér er gci'im.., er skammur!« og eg efast um að eg hefði sloppið frá honum mtð góðu móti, ef Dairell hefði ekki komið inn í sömu andránni. Til undrunar fyrir mig virtust þeir bera kensl hver á annan, því Darrell hló háðslega og sagöi: Eruð þér hér þá enn, mr. Tate? Svo þér hafið ekki ofurselt þessa syndugu borg for- lögum sínum ennþá?« »Hún bíður sinna forlaga, eins og vantrú þín bíður sinna«, svaraði trúboðinn hátíðlega. Darrell ypti öxlum: »Vantrú mín verður að sjá um sig sjálf,« sagði hann. En þegar hann sá að eg leit spyrjandi á hann, bætti hann við og brosti: »Mr. Tate er ekki ánægður með mig, vegna þess að eg hefi gömlu trúna,.« Mér varð hálf ónotalega við, því eg mintist þess, sem eg hafði sagt um trúarbrögðin í kæruleysi á leiðinni til borgarinnar. — »Eg vissi ekki að þér væruð... væruð meðlimur gömlu kirlcj- unnar,« stamaði eg. — »En er það satt?« »Já, það er satt,« sagði hann blátt áfram. »Já, og herra þinn líka — er ekki svo?« hrópaði Tate. »Mér þætti vænt um, að þér gættuð tungu yðar lítið eitt, þegar þér talið um Arlington lávarð,« sagði Darrell kuldalega. »Þér vitið vel, að hánn hefir ekki hina rómversku trú, en er meðlimur kirkju landsins«. »Svo — er hann það?« sagði Tate önugur. En nú varð Darrell alt í einu fok reiður. »Nú er nóg komið af þessu,« sagði hann. »Þér gerið áreiðanlega bezt í að hypja yður strax — eg hefi margt, sem eg þarf að ræða við vin minn hérna, og mér þætti því værit um, ef þér gætuð séð okkur í friði!« Phineas Tate kom með engar mótbárur. Hann greip Bíblíu sína og rix- aði út. »Þetta er ljóti maðurinn,« mælti Darrell ergilegur, »það líður varla á löngu, áður en hann kemst undir manna hendur.... En hvað eg vildi nú segja. —• Jú, eg er búinn að semja fyrir yður við Carford lávarð.« En það var ekki um deilu mína við Carford, sem mig langaði til að tala. Eg settisa hjá honum við borðið, lagði hend- ina á öxl hans og spurði blátt áfram: »Er það satt?« hann horfði ástúðlega á mig og svaraði hægt: »Já, það er satt. Mér datt það strax í hug, þegar eg heyrði yður nefna Cydariu. Cydaria var hlut- verk það, sem fyrst vann henni almenn- ings hylli hér í borginni — og það í sam- bandi við lýsingu yðar, lét mig ekki vera í neinum vafa. Samt vonaði eg í það lengsta, að það væri ekki eins og eg ótt- aðist — eða að hægt yrði að halda því leyndu. En það lítur helzt út fyrir, að hún hafi ekki haft vit á að þegja yfir því og afleiðingan er, að þér hafið lent í þessari óhræsis deilu — og það við fræg- an skilmingamánn«. »Mér er svo hjartan- lega sama um bæði hann og sjálfa deil- una. ..« byrjaði eg. »En það er verra í efni, en þér vitið ennþá: Carford er eng- inn annar en sá aðalsmaður, sem eg átti við, þegar eg sagði yður, að mistress Bar- bara Quinton mundi vera í þann veginn að lofast — og hann er kær vinur föður hennar«. Það var engu líkara en að allar óheilla- nornir hefðu tekið sig saman á móti mér. En samt hafði löngun mín til að vita meira um Cydariu ekki minkað. Eg gat ennþá naumast trúað að það væri satt,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.