Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 24
166 NÝJAR KVÖLDVÖKUR L a Maf i a. Saga eftir Rex Beach. XXIII. KAFLI. La Mafia fyrir rjettinum. Þegar ítalska málið kom fyrir, reynd- ist það bundið mestu erfiðleikum að finna hæfa og óvilhalla menn í kviðdóminn og Blake var í mjög þungu skapi, sem þá fyrst ljetti, er alt var komið í lag og yf- irheyrslur hófust. Var Blake ekki einn um það, heldur ljetti og yfir öllum borg- arbúum. Löngu áður en yfirheyrslur byrjuðu fyltust næstu götur af fólki, sem beið eftir því að komast inn í rjettarsal- inn. Norvin beið ásamt öðrum vitnum í hliðarherbergi. Biðtíminn var hræðilega langur, og hann varð allshugar feginn, er hann heyrði nafn sitt kallað upp. Hann var leiddur í vitnastúkuna, látinn vinna eið og settist. Það heyrðist kliður í salnum, þegar menn sáu þann mann, sem nærri hafði látið lífið við að fletta ofan af þessum glæpamönnum, er nú sátu gegnt honum. Andlit Maruffi lýsti svo nístandi hatri, að Norvin stirðnaði í sæti sínu. Andartak kom Sikileyingurinn raunverulega í ljós — er þeir horfðu hvor í augu öðrum. Svo dó eldurinn út í augum hans og hann varð aftur hinn laglegi stimamjúki kaup- maður, er hafði borðað með Donelly í Red Wing klúbbnum. Norvin sagði sögu sína stutt og greini- lega og með ákveðni, er ekki gat annað en haft áhrif á kviðdóminn. En andlit Maruffi lýsti engum ótta, heldur þvert á móti niðurbældu hatri. Hefði Donelly fallið í fyrsta skoti, hefði ef til vill aldrei komist upp um morðingja hans, einkum þar sem vígið var unnið svo seint á kvöldi, en þar sem hann hafði nokkra stund staðið og skotið á morð- ingjana, höfðu ýmsir sjeð viðureignina. Vitni kom á eftir vitni og hver á fætur öðrum þektust morðingjarnir. Loks bætt- ist við þessar sýnilega óhrekjandi vitna- leiðslur, að út úr fangelsinu kom ftali einn, sem nýlega hafði verið handtekinn, en sem reyndist vera einn af leynilög- reglumönnum Pinkertons og hafði hann verið dögum saman í klefum með hinum ákærðu. Larubio hafði verið mjög opin- skár við mann þennan og hann var ekki sá eini. Di Marco og Garcia urðu náfölir, er þeir heyrðu orð sín endurtekin fyrir dómstólnum. Svo skeði sá atburður málsins er mesta athygli vakti. Normando gugnaði alt í einu og reyndi að meðganga brot sitt. Hann var 'deyfð- arlegur, ruddafenginn maður með mjög dýrslegt andlit og heigulslegt upp’iit. Þessi óvæntu svik urðu taugum hans of- urefli. Hann stóð alt í einu á fætur og hrópaði hátt á móðurmáli sínu: »Madonna mia! Jeg vil ekki deyja! Teg meðgeng alt!« Norvin Blake þaut upp úr sæti sínu er hann heyrði þetta og aðrir fóru að hans dæmi. Jafnvel þótt fátt eitt af mönuum skyldu hvað þorparinn sagði, skyldu þó aílir hvaða þýðingu þetta hafði. Larubio bliknaði, en Normando endur- tók í sífellu ótta sinn við dauðann og ósk sína um að meðganga, en andlit Maruffi lýsti takmarkalausu hatri. Hinir níu gátu hvorki hreyft legg né lið af ótta. Blake var kominn af stað til þess að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.