Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 34
176 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Iðrastu þess?« »Nei, alls ekki. Jeg er bara hissa á sjálfum mjer«. »Allir eru hissa á þjer«, mælti Blake brosandi, »þú virðist hafa breytst eigi svo lítið upp á síðkastið«. Og það var í raun og veru sjáanleg breyting á Dreux. Þróttur sá og tign, sem hafði hjúpað hann, er hann talaði fyrir múginum, lýsti enn af honum. »Jeg er nýorðinn myndugur«, mælti hann með sýnilegri ánægju. »í fyrsta skifti er mjer nú ljóst að jeg er frjáls, leystur og 21 ársgamall. Jegætlaaðhætta slæpingsskap og fara að gera eitthvað«. »Hvað til dæmis?« »Nú fyrst og fremst ætla jeg að gift- ast Felicité, svo getur verið, að einhver vina minna geti útvegað mjer eitthvað að gera«. »Jeg skal láta þig hafa nóg að starfa«, mælti Blake. »Þakka þjer fyrir — en jeg ætla held- ur að byrja annarstaðar fyrst. Jeg vil komast áfram af eigin mætti og verðleik- um, skilur þú. Jeg hefi nógu lengi —« »Bernie!« tók Blake alvarlega fram í, »jeg er hræddur um, að jeg geti ekki giftst Myru Nell«. »Þú heldur, að hún vilji þig ekki? Hún hefir líka hegðað sjer undarlega síðustu dagana«. Norvin slapp við frekari skýringar, því ungfrúin kom sjálf inn í þessu. Ungfrú Warren virtist nú loks í fyrsta skifti hafa mist lífsgleði sína, hún var í sýni- legum bobba og þegar hún sá bróður sinn, varð hún enn vandræðalegri. »Við — jeg kom hingað andartak«, sagði hún og virtist vera á förum. »Elsku barnið mitt«, sagði Bernie, »við Norvin vorum rjett núna að ræða um trú- lofun þína«. Ungfrú Warren stundi og fölnaði, svo spurði hún stamandi: »Þykir þjer mjög vænt um mig, Nor- vin ?« »Auðvitað«. »Þarna getur þú sjeð«, Bernie kinkaði kolli mjög ánægjulega. »Já, en —! Jeg — jeg get ekki giftst þjer«, glopraðist út úr ungfrú Warren. »Hvað?« Blake reyndi að leyna fögn- uði sínum. Bernie roðnaði af reiði. »Vertu ekki svona heimsk. Hefir hann ekki nýsagt, að hann elskaði þig? Og vertu ekki svona hrædd. Við ætlum ekki að jeta þig«. »Jeg get ekki giftst honum«, sagði hún aftur. »Því þá ekki?« »Af því jeg er þegar gift! Svona! ó! hvað Ijetti á mjer. Jeg hefi ætlað að segja ykkur þetta allan mánuðinn«. Dreux glápti. »Myra Nell! Þú ert vit- stola!« Hún kinkaði kolli og sneri sjer að Blake. »Gerðu svo vel og dreptu mig ekki. Jeg gat ekkert að þessu gert. »Já, en veslings, litla, hrædda barní Mjer þykir sannarlega vænt um«, mælti Blake. »Þykir þjer þá ekkert vænt um mig?« spurði hún, »eða er það aðeins til að leyna örvæntingu þinni, að þú segir þetta?« »Alls ekki. Jeg er glaður meðan þú ert það«. »Og þú ert ekki reiðui', vitstola af sorg, beygður —-? Jeg hefi aldrei vitað annað eins! Jeg er bálvond. Jeg hljóp burtu af því að jeg var hrædd við þig og jeg hefi alls ekki sjeð manninn minn síðan við giftumst — aldrei. Asninn þinn!« »Bernie hafði smám saman náð málinu og hrópaði ævareiður: »Hver er fanturinn? « Það var barið feimnislega á dyrnar.-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.