Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Síða 35
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
177^
Hurðin var opnuð og Lecompte Rillean
rak inn höfuðið og sagði blíðlega:
»Jeg!«
Blake stóð svo skyndilega á fætur, að
hann velti stólnum sínum, en Rillean sem
skyldi þetta sem einhverskonar hótun,
gekk nú inn og sagði mjög ákveðinn:
«Snertu hana ekki. Hún er mín! Þú
getur snúið þjer til mín!«
Hlátur Blakes virtist eiga svo illa við,
að ungi maðurinn skyldi hann sem nýtt
merki vitfirringar og gekk til konu sinn-
ar, til áð verja hana ef á þyrfti að halda.
»Þú mátt ekki berjast, þú hefir hjarta-
sjúkdóm!« sagði Myra Nell.
»Það gerir ekkert til!« svaraði Le-
compte. »Jeg skal viðurkenna, að þetta
var ódrengilegt bragð, Norvin. En jeg er
reiðubúinn að veita þjer uppreist hve-
nær sem þú vilt«.
»Jeg veit ekki hvort jeg á að hlægja
eða skamma ykkur, börn«, sagði Norvin.
»Trúlofun okkar hefir aldrei verið nein
alvara. Það var tómur misskilningur og
vitleysa. En segið okkur hvernig þetta
vildi til.«
»Já!« sagði Bernie eymdarlega.
Myra Nell virtist enn þunglyndari en
áður.
»Það var ekki svo margbrotið« mælti
hún. »Það skeði á grímuballinu. Jeg hefi
aldrei heyrt neinn mann tala eins og
hann þá, og jeg var alvarlega hrædd við
hjartabilun hans þá. Jeg sagði í sífellu
nei í fjórðung stundar, svo ákváðum við
að gifta okkur leynilega. Þegar alt var
búið varð jeg hrædd og hljóp burtu. Þú
ert svo tilfinnmganæmur Norvin, svo
nijer finst þetta illa gert af þjer.«
»Viljið þið fyrirgefa mjer?« spurði
Rillean.
»Gjarnan, — minna vegna —« mælti
Bernie.
»Auðvitað!« sagði Norvin og tók í
hendur þeirra og í augum hans var leift-
ur, er þau eigi höfðu sjeð fyr. »Og lofið
mjer að segja ykkur, að þið hafið eigi
klófest alla gæfu og'ást veraldar. Jeg hefi
aldrei elskað nema eina stúlku. Ef til vill
viljið þið óska mjer samtímis til ham-
ingju?«
»Þá hefir þú fundið ítölsku stúíkuna
þína?« spurði Myra Nell áfjáð.
»Vittoria!«
»Vittoria!« Ungfrú Warren rak upp
óp. Vittoria greifynja! Svo það er hún,
sem hefir eyðilagt alt saman.«
»Skárra er það. Þú verður greifi,«
sagði Rillean.
Þau hlóu öll og mösuðu hvort framan í
annað. Loks kipti brúðguminn í ermi
Myru Nell og sagði:
»Nú, þegar alt er komið í lag, þykir
mjer mjög leitt að vera ekkjumaður
lengur.«
Hún lagði hendur um háls honum og
sagði við bróður sinn.
»Jeg veit ekki, hvað þú ætlar að gera,
nú þegar þú ekki hefir neinn til að líta
eftir þjer, en það er indælt að hlaupa
burtu.«
Dreux sneri sjer brosandi að henni og
mælti.
»ó! hugsaðu ekki um mig. Jeg skal sjá
fyrir mjer,« svo greip hann hattinn sinn
og þaut út um dyrnar.
Undir eins og þau voru farin lokaði
Blake skrifstofunni og gekk af stað heim
til Vittoriu. Nú loks var tíminn kominn.
En eftir því sem hann nálgaðist húsið
varð hann hræddari og efasamari og þeg-
ar hann kom að húsinu fór hann farm-
hjá. Honum fanst, þegar alt kom til alls,
of stuttur tími liðinn frá drápunum til
þess að bera fram bæn sína. En varla var
hann kominn fram hjá húsinu þegar
innri rödd hvíslaði því að honum, að hann
skyldi snúa við. Svona gekk hann tímum
saman þjáður af efa og virðingarleysi
fyrir sjálfum sjer.
23