Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 37
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 179 Friðrik J. Rafnar. Saga hins heilaga Frans frá Assisi. (Sniðin eftir bók Jóhannesar Jörgensens o. fl. ritum). I. Á Mið-ítalíu norðanverðri, nálægt hálfri dagleið frá borginni Perugia stendur þorpið Assisi. Er umhverfið hrjóstrugt, enda stendur þorpið við rætur fjallsins Monte Subasio, sem er gróður- snautt og nakið. íbúarnir eru um 5 þús- undir og lifir fjöldi þeirra aðeins á því, að sýna ferðamönnum, sem þangað koma, gamla sögustaði og rústir fornra bygg- inga. Assisi er ein af elstu borgunum í f- talíu. Gríski spekingurinn og landfræð- ingurinn Kládius Ptolomaios, sem lifði á 2. öld fyrir Krists-burð, getur um hana í landafræði sinni, og þar fæddist latneska skáldið Sextus Propertius árið 46 f. Kr. Krístna trú boðaði þar fyrstur einn af lærisveinum Péturs postula, hinn heiiagi Crispolitus. Var hann líflátinn sem písl- arvottur fyrir trú sína á dögum Domi- tianusar, sem var keisari í Róm frá 81— 96 e. Kr. En hinn heilagi Rúfinus varð hinn eiginlegi postuli Assisiborgar. Starfaði hann þar lengi og var að lokum deyddur píslarvættisdauða árið 288. Um uiiðja 12. öld var honum, .sem dýrlingi borgarinnar, reist kirkja sem stendur enn, kirkja hins heilaga Rúfinusar. Má þar enn í dag sjá skírnarfont þann, sem hinn heilagi Frans var skírður úr þann 26. sept. 1182. Er skírnarfontur þessi, eins og skiljanlegt er, einn af helgustu dómum kirkjunnar og þorpsbúa Skömmu fyrir 1150 fluttist ungur mað- ui- frá borginni Lucca til Assisi,, Bernar- done að nafni. Gekk hann þar venjulega síðar undir viðurnefninu »Stórí Bern- harð«. Hann var af þektri og gamalli kaupmanna og vefaraætt, og hélt nú á- fram atvinnu forfeðra sinna í Assisi. Sonur hans Pietro di Bernardone ólst þar upp hjá honum og gerðist ungur sam- starfsmaður og fjelagi föður síns. Á verslunarferð til Frakklands kynntist hann ungri stúlku af góðum ættum. Feldu þau hugi saman og fluttist hún með hon- um til Assisi, sem kona hans! Var þá Stóri-Bernharð látinn, og Pietro orðinn einkaeigandi blómlegrar verslunar og klæðasmiðju. Voru þau hjón vinsæl mjög, vel fjáð og hjálpsöm við þurfandi fólk. og fátæklinga. Sérstaklega var kona Pietro, madonna Pika, orðlögð fyrir guðrækni og kristilegt hugarfar og breytni. í septembermánuði 1182 fæddist þeim sonur. Segja gamlar sagnir svo frá, að fæð- ingin hafi gengið mjög illa. Barnsmóðir- in hafi verið búin að liggja lengi og þjást, en ekki getað fætt. Þá hafi borið þar að fátækan pílagrím, barði hann að dyrum, og lét þann sem opnaði skila inn, að fæð- ingin mundi ekki ganga, fyr en sængur- konan væri flutt úr hinu skrautlega svefnherbergi sínu út í gripahús, og lögð þar á hey í einhverjum básnum. Var þetta gert, og segir sagan að ekki hafi sængurkonan fyr verið komin út, heldur en drengurinn fæddist. Varð þá fyrsta hvílurúm barnsins — eins og frelsarans 23*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.