Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Blaðsíða 38
180 NÝJAR KVÖLDVÖKUR — gripahús, og fyrstu sængurklæðin hey- ið úr jötuhni. Síðar var gripahúsi þessu breytt í kirkju. Er enn í dag kapella ein lítil í Assisi, sem heitir San Fransesco il Pic- colo, og yfir dyrum hennar eru þessi orð skráð á latínu: Þessi kapella var giiða- staður uxans og asnans; hér fæddist líka Frans, spegill heimsins«. Smáhýsi þetta liggur nálægt húsum þeim, sem sagt er að hafi verið heim- kynni foreldra Frans. Er því ekki ósenni- legt, að það hafi áður verið eitt af útihús- um þeirra. Svipuð nokkuð er önnur sögn, sem finnst þó fyrst í ritum frá 17du öld. Er þar sagt frá því, að sami pílagrímurinn sem gaf hin góðu ráð við fæðinguna, hafi komið inn í kirkjuna þegar barnið vai' fært þangað til skírnar og hafi hann haldið því undir skírn. Þegar ferðamenn nú koma í kirkju hins heilaga Rúfinusar, er þeim sýndur steinn, sem virðist bera merki eftir fótspor, segja leiðsögumenn að sporið sé eftir pílagríminn, eða dular- klædda engilinn, sem hafi kropið þar við skírn hins heil. Frans. Undirrót þessara sagna er að finna í eldgömlu handriti, með helgisögnum um ýmsa menn. Þar er meðal annars þessi frásögn: Þegar komið var heim með Frans frá skírninni, kom pílagrímur og kvaddi dyra. Bað hann um að fá að sjá barnið. Stúlkan sem kom til dyra aftók með öllu að hleypa honum inn, allra helst vegna þess, að húsbóndinn var ekki heima. En pílagrímurinn kvaðst hvergi fara, fyr en látið væri að bón hans. Frétti þá húsmóð- irin til hans, og öllum til undrunar, skip- aði hún að fara með barnið fram til komumanns. Þegar komið var fram með drenginn, tók aðkomumaður hann í fang sér, eins og Símon gamli Jesúbarnið forðum, og mælti: »í þessu stræti hafa fæðst 2 börn í dag, og annað þeirra, þessi drengur, sem eg held á, verður einn hinn besti maður í heiminum, en hinn verður eitt hið mesta illmenni«. Gerði hann síð- an krossmark á hægri öxl barnsins og bað fóstruna að gæta þess vel, því djöfullinn sæktist eftir lífi þess. Síðan hvarf píla- grímurinn. f skírninni hafði drengurinn hlotið nafnið Jóhannes (Giovanni). Var þá faðir hans fjarverandi á ferðalagi í Frakklandi, en hann var ekki fyr kominn heim, en hann lét breyta um nafn drengs- ins og kalla hann Frans. Hafa margar getgátur verið leiddar að því, hversvegna nafnbreyting þessi hafi farið fram. Margir halda að ekki liggi annaðábak við, en ást föðursins og hrifn- ing fyrir öllu sem franskt var. Hann hafi ætlað sér að uppala drenginn eftir frönskum reglum, og því gefið honum franskt nafn. Sú tilgáta hefir komið fram, að föðurnum hafi verið illa við nafnið Jóhannes, vegna þess, að það hafi um of minntámeinlætamanninn Jóhannes skírara, sem »var í klæðum úr úlfalda- hári og gyrður leðurbelti og át engi- sprettur og villihunang«. Signor Pietro hafi ætlað syni sínum alt aðra æfi. Aðrir telja að nafnið Frans hafi hann hlotið, vegna óvenjulegrar leikni sinnar í franskri tungu. Sú skýring fær ekki stað- ist, því Frans lærði aldrei frönsku til fullnustu, og talaði hana aldrei gallalaust. Vitanlega lærði hann í æsku bæði frönsku og latínu. Námið stundaði hann hjá prestunum við St. Georgskirkjuna í As- sisi. Miðaldarrithöfundar margir láta mjög illa af uppeldi barna á þeim dögum. Telja þeir að börnin hafi naumast verið orðin talandi fyr en þau hafi lært allskonar ó- siði til orða og æðis af hinum eldri, og unglingar hafi naumast þorað að koma kurteislega og vel fram. Hafi það þótt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.