Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Page 39
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 181 um of bera vott um lítilmensku og aum- ingjahátt. Vegna hins slæma uppeldis barnanna frá því fyrsta, hafi svo æsku- lýðurinn yfirleitt verið mjög spiltur og lagt mjög stund á allan ólifnað. Trúarlíf og kristindómur æskulýðsins var ekkert nema nafnið tómt, og sá þótti mestur sem gat sýnst ennþá verri en hann í rauninni var. Lýsingum þessum má vitanlega ekki treysta að öllu, munu þær vera mjög orð- um auknar. Þó má gjöra ráð fyrir, að sið- ferðisástand æskumanna hafi ekki verið sem best- á æskuárum Frans, því trúar- og kirkjulíf var yfirleitt í hrörnun, víð- ast hvar, um það skeið. Á ítalíu er það siður, að elstu syriir taka snemma að vinna með feðrum sín- um. Svo var einnig þá, að barnungur fór Frans að hjálpa föður sínum við búðar- störfin. Sýndi hann snemma góða versl- unarhæfileika, og er af einum æfisögu- ritara talinn að hafa jafnvel verið brelln- ari í viðskiftum, heldur en faðir hans. Hann varð séður og duglegur verzlunar- maður, og hafði flesta þá kosti sem þá stétt eiga að prýða, nema sþarsemi. Hann var þvert á móti hreinasta eyðslukló, og varð ekkert við hendur fast. Verður það fyrst skiljanlegt, ef við setjum okkur fyrir sjónir þá tíma og venjur sem þessi ungi auðugi kaup- mannssonur ólst upp við. Undir lok 12. aldar og fram eftir 13. bldinni var aðal blómaöld riddaramensk- unnar í suðurlöndum álfunnar. Fyrir- ^oynd allra ungmenna voru þá riddararn- b’ og hið glæsilega 'líf sem þeir lifðu við hirðir konunga og keisara, umvafðir æf- mtýralj óma ásta og hreystiverka. Smá- Hkin á ítalíu kepptust við stærri lýðveld- ln, Florens og Milano, áð hafa sem glæsi- Hgastar burtreiðar og riddaraleiki. Hinir fi’œgustu riddarar og söngvarar frá hirð Frakkakonungs ferðuðust milli borganna á ítalíu og sýndu listir sínar og kváðu hetjukvæði og ástaljóð. Riddarasögur og æfintýr lifðu á vörum fólksins, og hvort sem var í höll eða hreysi, hlustuðu menn hugfangnir. Jafnvel í smábæjunum voru stofnuð félög, Corti, þar sem lögð var stund á ástasöngva, riddarasögur og í- þróttir. Ekkert var eðlilegra en að hinn ríki og glæsilegi kaupmannssonur yrði snortinn af tíðarandanum. Honum gat ekki verið nóg að afla fjár. ítalska sparsemin og nægjusemin stóð ekki að honum nema í aðra ættina, hann var franskur í hina, fullur af ástarþrá og æfintýralöngun og gullið var honum til einkis annars nýtt, en að eyða því og afla með því glæsi- mensku og glaðværðar. Frans var ríkastur ungur maður í bæn- um, og varð svo innan skamms alþektasti spjátrungur og sælkeri bæjarins. Hann var sniðugur á að græða fé, en eyddi á báðar hendur og barst afar mikið á. Hann safnaði um sig fjölda vina, og varð vel til þeirra eins og oftast verður um þá, sem ekki eru fésínkir, og vinavandur var hann ekki altaf. Munkur einn, Tómas frá Celano, lýsir lifnaði þeirra félaga í æfisögu Frans. Honum finst sýnilega spilling og synd hafi haft á þeim öll tök. Hann segir þá hafa haft samsæti á kvöldum, etið mikið og drukkið því meira og að síðustu geng- ið syngjandi um götur bæjarins, með óp- um og óhljóðum og raskað næturfriði skikkanlegra borgara. Helstu syndir þeirra segir hann að hafi verið gálaust og alvörulaust tal, andríki og heimska, söng- ur, og að ganga í mjúkum, voðfeldum föt- um. Foringi sjálfkjörinn í þessum glaða hóp var auðvitað Frans. Hefir hann um skeið sýnilega gefið sig æskufjörinu allan á vald, og lét jafnvel einu sinni sauma sér tvílitan loddarabúning, til þess að bera í

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.