Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Qupperneq 41
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
183
um hálf- eða alrugluðum einfeídningi,
sem flæktist þar daglega um götur, að
þegar hann mætti Frans, fór hann úr
kápunni og breiddi hana á götuna og bað
svo Frans að ganga yfir kápuna. Senni-
lega hefir það verið sami maður, sem
gekk um götur bæjarins og hrópaði alt-
af: »Pax et bonum« (friður og hagsæld).
Eftir að Frans snerist til trúar, þagnaði
þessi hrópanda rödd, sem helgisögur síð-
ari tíma gerðu að nokkurskonar fyrir-
rennara hins mikla dýrlings.
II.
Öllum þeim, sem skrifað hafa sögu
Frans, bæði samtímamönnum hans og
öðrum, ber saman um, að á æskuárunum
hafi hann verið alvörulítill og yfirleitt
borið flest einkenni gáskafullra ung-
nienna. Gera sumir allmikið úr æskubrek-
um hans. En þó verður það ljóst, ef saga
hans er lesin ofan í kjölinn, að undir yf-
irborði ærslanna og æskubrekanna, leyn-
ist viðkvæm og jafnvel óvenjulega hugs-
andi sál, eftir aldrinum. Það verður á
inörgu ljóst, að hann hefir ungur hugs-
að meira um trúarefni, en sagt er að ung-
mennum þeirra tíma hafi þá verið tamt.
Mun þar hafa gætt áhrifa móðurinnar.
Þá er og sýnilegt, að eigingirni öll og sér-
gæska hefir engin tök haft á honum.
Hann vill græða fé, lifa vel í klæðnaði,
mat og drykk og tekur þátt í allskonar
gleðskap. En honum er aldrei nóg að
ujóta lífsins einn; hann safnar um sig
fjölda vina, og hann lætur aldrei bjarg-
ui’vana fátækling bónleiðan frá sér fara.
Hann var fullur af þrá og þorsta eftir
gæðum lífsins, og eins og flestum fór
honum svo, að leita fyrst svölunar í þeim
nautnalindum sem næstar voru hendinni,
þeim sem hann gat fengið aðgang að með
fé sínu, æsku og glæsimensku. En brátt
kom þar, að honum varð þar ekki full-
nægt.
Tæplega tvítugur að aldri, lagðist,
Frans hættulega veikur. Lá hann lengi,
margar vikur, milli heims og helju, en að
lokum sigraði æskan og lífsþrekið, með
hjálp góðrar hjúkrunar móður hans, sem
ekki veik frá sjúkrabeðnum dag eða nótt.
Veikindi þessi urðu upphafið að um-
skiftunum í lífi hans. Samtímamaður
hans og vinur, Tómas munkur frá Celanó
lýsir því, að þegar Frans fór að batha,
hafi sótt á hann þunglyndi. Lífið bi’osti,
alt í kringum hann var sól og sumar.
Náttúran var í sparifötunum og alt lék
í iðandi fjöri og lífi. Hvert sem litið var.
var eins og sumarið og sólin, náttúran
dauð og lifandi andaði frá sér freistandi
angan.
Frans var að batna. Máttlítill og mag-
ur staulaðist hann eins og örvasa gamal-
menni út að glugganum í herbergi sínu.
En það sem hann sá, fylti hann aðeins
biturleika og ömurlegum hugsunum, Hon-
um fanst æskan liðin hjá. Honum fanst
að alt sem hann áður gladdist við og
þráði, alt sem hann hélt að hann ætti og
yrði ekki frá honum tekið og hafði gefið
lífi hans gildi, vera hégóminn einn. Aft-
ur og aftur komu fram í huga hans orð-
in, sem prestarnir hrópuðu frá altarinu
á Pálmasunnudag, þegar þeir stráðu ösk-
unni yfir höfuð safnaðarins: »Mundu
það, maður, að þú ert duft og aska«.
Duft og aska, eyðing og dauði, hismi
og hégómi — alt er hégómi.
Hann var kominn að hinum logandi
þyrnirunni. Innan skamms átti hann að
heyra rödd Drottins, sem kallaði hann að
fullu. Ennþá var hann að vísu ekki kom-
inn lengra en að sjá gildisleysi þess, sem
hann áður hafði tignað. Hann var að
brenna skip sín, en var ekki sti’ax farinn
að byggja ný.
(Framh.).