Nýjar kvöldvökur - 01.12.1929, Side 46
188
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
874. Kaupstaðarrjettindi fjekk Reykjavík 1786.
Annars hefir bærinn vaxið mest síðan um alda-
mót, og það svo hratt að undrun sætir: Árið
1800 var íbúatalan um 300, 1850 um 1100; 1890
3866; 1901, 6682; 1910, 11600; 1920, 17678;
1927, 24304 og 1928, 25209. Er þessi vöxtur
Reykjavíkur aðallega fiskveiðunum að þakka.
Eftir að opnu róðrarbátarnir voru lagðir niður
komu þilskipin og af þeim tóku vjelbátarnir og
gufuskipin (bötnvörpungar) við. Verslun bæj-
arins hefir einnig aukist mjög mikið hin síðari
ár, sjerstaklega eftir að ný höfn var bygð.
Stöðugt er verið að auka við höfnina og bæta
hana og nemur sá kostnaður nú orðið um 5 milj.
kr. Sjaldgæft er það mjög' að Reykjavíkurhöfn
frjósi, þó hefir það komið fyrir. — Fyrir tveim
árum var reistur stór kolakrani (»Hegrinn«)
við höfnina og gengur hann fyrir rafmagni, og
síðastliðið ár fjekk Reykjavíkurbær sjer drátt-
arbát og ísbrjót.
1 Reykjavík eru æðstu stjórnarvöld landsins:
Stjórnarráðið, Alþingi, Hæstirjettur, biskup og
landlæknir, einnig' stjórnendur ritsíma og póst-
mála.. Þar eru ennfremur helstu skólar: Há-
skólinn, hinn alm. mentaskóli, kennaraskóli,
stýrimannaskóli, vjelstjóraskóli, kvennaskóli og
iðnskóli.
Reykjavík tekur yfir nokkuð stórt svæði.
Flesta hús eru þar fremur lítil (fyrir 1—2 fjöl-
skyldur). Byrjað er að malbika götur og nokkr-
ar þegar fullgerðar, þar sem umferðin er mest.
Bærinn fjekk vatnsveitu (vatnið leitt úr Gvend-
arbrunnum, um 12 km. langan veg) 1909 og
gasstöð 1910. Lokið var við rafleiðslu til bæjar-
ins 1921. Vatnsaflið til hennar er tekið úr
Elliðaánum og er um 1800 hestöfl. Dýpið við
hafnarbryggjurnar er frá 18—23 fet. Fjárhags-
áætlun Reykjavíkur fyrir árið 1929 hljóðar uppá
3,800,000 kr. Þó er rekstur hafnarinnar ekki
reiknaður með. — Bænum er stjórnað af borg-
arstjóra, kjörnum til 6 ára, og bæjarstjórn (15
menn).
---♦--------
Smávegis.
Á réttan liátt.
Dag nokkurn veitti hr. Petersen því
eftirtekt, að hár hans var farið að þynn-
ast ískyggilega mikið á hvirflinum. Ráð-
færði hann sig því við hárskera sinn um,
hvað hann ætti að gera. Auðvitað var
hárskerinn ekki seinn á sér að mæla hið
bezta með hármeðali einu, sem ekkert
gæti jafnast við og hr. Petersen keypti
undir eins tvær flöskur. En það hjálpaði
ekkert. Hr. Petersen fann því hárskerann
aftur og mælti:
»Þér selduð mér tvær flöskur af ein-
hverju, sem átti að koma því til leiðar,
að hár mitt yxi, en það hefir ekkert gagn
gert«.
»Það var einkennilegt«, mælti hársker-
inn. »Eg skil ekkert í því, en maður verð-
ur að vera þrautgóður«.
»Gott«, mælti hr. Petersen. »Jeg ætla
þá að drekka eina flösku í víðbót, en það
verður sú síðasta, hvort sem nokkur ár-
angur verður eða enginn«.
Hughreysting.
Nýgift kona: ó, hvað eg er óhamingju-
söm! Eg er nú búin að komast að því, að
Jón giftist mér einungis vegna pening-
anna.
Bezta vinkona: Það finst mér ætti að
vera þér heldur gleðiefni, það sýnir þó,
að hann er alls ekki svo heimskur, sem
hann lítur út fyrir að vera.
MISPRENTAST hefir í síðasta hefti: á
kápu, fremstu bls., í höfði: Júní—Sept., les: Júlí
—Sept.; í gr. Höfuðborgir, bls. 142: 50. Æuito,
les: 50. Quito.
Þessar og aðrar prentvillur, sem kunna að
finnast, eru lesendur vinsamlegast beðnir að
leiðrétta.