Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 2

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 2
1987 ÁR ADVENTÆSKUNNAR Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að það er komið nýtt ár, árið 1987 ár aðventæskunnar. Þannig að þetta er okkar ár. Það er ekki þar með sagt að við eigum að láta aðra þjóna okkur, heldur eigum við að koma okkar skoðunum og hug- myndum á framfæri og athuga hvað við getum gert í söfnuðinum og að deila boðskapnum til annarra og þá sérstaklega annarra unglinga. Megi nýja árið, ár aðventæsk- unnar gera það að verkum að við tökum höndum saman og virkjum þátt ungling- anna í söfnuðinum, því að við erum söfnuður morgun- dagsins. Innsýn hefur starfað lengi og hefur það blað reynt að koma til móts við unglingana, finna greinar við þeirra hæfi og ræða um mál sem þeir hafa áhuga á. En við höfum mikin áhuga á að heyra frá ykkur lesendur góðir og sérstaklega frá ykkur unglingunum, okkur langar til að fá uppástungur um efni og hvað annað sem þið hefðuð áhuga á að lesa og fræðast meira um. Gaman væri líka að vera með þátt sem byggist á spurningum frá ykkur sem reynt yrði að svara eftir bestu getu, en til þess að svo megi verða verðum við að fá viðbrögð frá ykkur. INNSÝN er ykkar blað og við viljum á allan hátt koma til móts við ykkur. Harpa T. * 2

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.