Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Blaðsíða 12
Hin allra síðustu ár hefur úrvinnsla Þjóðhagsstofnunar tekið í ríkara mæli mið af
uppgjöri Hagstofu Islands á sveitarsjóðareikningum, sem nú kemur út með reglu-
bundnu millibili. Þá hefur stofnunin einnig stuðst við árbækur Sambands íslenskra
sveitarfélaga um Ijármál sveitarfélag.
Yfirlitin um almannatryggingakerfið hafa verið unnin upp úr reikningum
Tryggingastofnunar ríkisins, þ.e. reikningum sjúkratrygginga, lífeyristrygginga, slysa-
trygginga og atvinnuleysistrygginga, en reikningar þessir hafa verið birtir í
Félagsmálum, tímariti Tryggingastofnunar ríkisins.
Frekari lýsingu á reikningagerðinni, umfram það sem fram kemur í þessu riti, er að
finna í "Búskap hins opinbera 1980-1984", "Búskap hins opinbera 1980-1989" og
"Búskap hins opinbera 1980-1991" sem fjalla um sama efni.
2. Afkoma hins opinbera.
Ymsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla afkomu hins opinbera. Algengastir
þeirra eru rekstrarjöjhuður, tekjuafgangur/halli og hrein lánsjjárþörf Samhengi þeirra
má sýna með eftirfarandi yfirliti:
Tafla 2.1 Yfirlit um fjármál hins opinbera 1991-1993.
Milljarðar króna Hlutfall af VLF
1991 1992 1993-Ll 1991 1992 1993
Tekjur 136,5 138,6 137,8 32,5 36,2 34,7
- Rekstrargjöld 123,3 127,6 129,2 31,1 33,3 32,5
Rekstrarjöfnuóur (hreinn sparnaóur) 13,2 11,1 8,6 3,4 2,9 2,2
- Fastafjárútgjöld 24,8 22,3 21,5 6,5 5,8 5,4
Tekjuafgangur/halli -11,6 -11,2 -12,9 -3,0 -2,9 -3,3
- Kröfu og hlutaíjáraukning 6,0 -1,4 1,7 1,6 -0,4 0,4
Hrein lánsfjárþörf 17,6 9,8 14,6 4,6 2,6 3,7
- Lántökur, nettó 11,8 18,0 16,0 3,1 4,7 4,0
Greiðslujöfnuður 5,8 -8,2 -1,3 1,5 -2,1 -0,3
1) Bráðabirgðatölur.
Rekstrarjöfnuður eða hreinn sparnaður mælir mismun rekstrartekna og rekstrar-
gjalda, og gefur til kynna hversu mikið hið opinbera hefur afgangs úr rekstri til
fastaijárútgjalda og kröfu- og hlutaijáraukningar. Arið 1992 varð hreinn spamaður
hins opinbera rúmlega 11 milljarðar króna eða 2,9% af landsframleiðslu. Spamaðar-
hlutfallið hafði lækkað um 1/2 prósentustig frá árinu áður. Og samkvæmt bráðabirgða-
tölum bentir flest til að það lækki enn árið 1993 og mælist 2,2% af landsframleiðslu.
Tekjuafgangur/halli mælir mismun tekna og rekstrar- og fastafjárútgjalda. Þessi
jöfnuður gefur til kynna hvort hið opinbera leggur öðrum aðilum hagkerfísins til
Ijármagn nettó eða tekur til sín Ijármagn. Bráðabirgðatölur benda til þess að
tekjuhallinn hafí numið um 13 milljörðum króna í fyrra, eða sem svarar til 3,3% af
landsframleiðslu. Til samanburðar nam tekjuhallinn 2,9% af landsframleiðslu árið
1992, en síðustu 10 árin hefur hann verið að meðaltali 2,4% af landsframleiðslu. Sú
staðreynd segir með öðrum orðum að hið opinbera hefur sótt til annarra aðila
10