Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Blaðsíða 19
Útgjöld liins opinbera má einnig flokka eftir málaflokkum, þ.e.a.s. í fræðslumál,
heilbrigðismál, félagsmál, atvinnumál o.s.frv. í töflu 5.24 er að finna slíka flokkun, en
útgjöldunum er skipt upp í stjórnsýslu, félagslega þjónustu, atvinnumál og önnur mál.
Stjórnsýslan nær til almennrar stjómsýslu, réttargæslu og öryggismála. Sú starfsemi er
þess eðlis að ekki er talið æskilegt að einkaaðilar annist hana. Á árinu 1992 fóru
rúmlega 13,2 milljarðar króna til þeirrar starfsemi eða um 3'/2% af landsframleiðslu.
Hin félagslega þjónusta, þ.e. fræðslu-, heilbrigðis-, velferðar-, skipulags- og
menningarmál, tekur til sín bróðurpartinn af útgjöldum hins opinbera, eða hátt í þrjá
fimmtu hluta sem svara til 22,9% af landsframleiðslu. Þar vega heilbrigðismálin
þyngst, en til þeirra renna um 28 milljarðar króna á árinu 1992 sem mælist ríflega 18%
útgjalda hins opinbera. Svipaðri Qárhæð er ráðstafað til almannatrygginga og
velferðarmála, en þau útgjöld hafa farið mjög vaxandi allra síðustu árin vegna aukins
atvinnuleysis. Þá koma fræðslumálin, en til þeirra runnu rúmlega 20>/2 milljarður
króna á árinu 1992 eða 131 /2% útgjalda hins opinbera. Þessir þrír málaflokkar taka til
sín um helming af útgjöldum hins opinbera eða um 76 milljarða króna á árinu 1992.
Tafla 5.2 Meginmálaflokkar hins opinbera 1990-1993*.
1990 I milljónum króna 1991 1992 Brt. 1993 1990 Hlutfall afVLF 1991 1992 1993
Stjórnsýsla 11.848 13.354 13.226 13.405 3,34 3,48 3,45 3,37
Félagsleg þjónusta 74.925 84.831 88.500 90.836 21,14 22,09 23,09 22,86
- þ.a. fræðslumál 17.673 20.089 20.579 20.709 4,99 5,23 5,37 5,21
- þ.a. heilbrigðismál 25.072 27.934 27.745 28.081 7,07 7,27 7,24 7,07
- þ.a. almannatr. og velferðarmál 21.856 24.786 27.234 28.821 6,17 6,45 7,11 7,25
Atvinnumál 28.058 29.736 28.933 28.117 7,92 7,74 7,55 7,08
Önnur opinber þjónusta 19.966 22.521 21.654 20.969 5,63 5,86 5,65 5,28
Ileildarútgjöld hins opinhcra 134.797 150.442 152.313 153.327 38,04 39,17 39,74 38,59
Útgjöld hins opinbera til atvinnumála voru hátt í fimmtungur opinberra útgjalda árið
1992 eða um 29 milljarðar króna. En hlutdeild þeirra hefur þó farið lækkandi síðustu
árin, einkum vegna minni framlaga til landbúnaðarmála. Samgöngumálin vega þar
þyngst, en til þeirra runnu um 12 milljarðar króna árið 1992. Þá vega landbúnaðar-
málin einnig þungt, en 10>/2 milljarður króna fóru í þann málaflokk það ár. Að síðustu
eru það önnur mál, sem eru ríflega 14% heildarútgjalda. Vaxtaútgjöldin skipta þar
mestu máli.
Hér á efitir verður gerð nánari grein fyrir þremur stærstu viðfangsefnum hins
opinbera, þ.e. heilbrigðismálum, fræðslumálum og að síðustu almannatryggingum og
velferðarmálum.
5.1 Frœðslumál.
I efitirfarandi töflu er að fínna yfirlit um fræðsluútgjöld hins opinbera á árabilinu
1990-1993. Rúmlega helmingur opinberra fræðsluútgjalda fer til grunnskólastigsins,
um 24% til framhaldsskóla og rúmlega 12% til háskólastigs. Afgangurinn, sem er um
4 Sjá einnig töflu 4.4 í töfluviðauka.
17