Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Blaðsíða 13
hagkerfisins um 93 milljarða króna síðasta áratuginn á verðlagi ársins 1993. Ljóst er
að þessi þráláti hallarekstur á að hluta rætur að rekja til skipulagsvanda í opinbera
búskapnum. Tekjuöflun hins opinbera hefur einfaldlega ekki nægt fyrir útgjöldum við
eðlilegar aðstæður í þjóðarbúskapnum. En orsakanna er einnig að leita í erfiðum
þjóðhagslegum skilyrðum allra síðustu árin. Þjóðartekjur hafa dregist saman og
atvinnuleysið aukist. Aætla má að skipulagshallinn sé nálægt 2% af landsframleiðslu
hér á landi eða um 8 milljarðar króna. Hallinn í fyrra vegna hagsveiflunnar hefur því
verið um 5 milljarðar króna.
Tekjuafgangur/halli að viðbættri kröfu- og hlutaijáraukningu sýnirhreina lánsjjár-
þörf. Hún mælir hversu mikið fé hið opinbera þarf að taka að láni frá öðrum aðilum
hagkerfisins til að geta staðið straum af öllum útgjöldum sínum, þar með talinni
aukningu kröfu- og hlutaijár, eða m.ö.o. hina hreinu eftirspum hins opinbera eftir
lánsfé. A árinu 1992 var hrein lánsQárþörf hins opinbera hátt í 10 miiljarðar króna eða
2,6% af landsframleiðslu og hafði þá stórlega dregið úr lánsfjárþörfmni firá árinu áður
er hún mældist 4,6% af landsframleiðslu. A síðasta ári er áætlað að lánsijárþörfín hafi
verið um 3,7% af landsframleiðslu. Uppsöfnuð lánsijárþörf síðasta áratugar mælist
ríflega 130 milljarðar króna á verðlagi ársins 1993.
3. Umfang hins opinbera.
Við athugun á umfangi hins opinbera þarf fyrst að afmarka eða skilgreina hið
opinbera, þ.e. hvað er opinber starfsemi og hvað ekki. Hin hefðbundna skilgreining á
hinu opinbera samkvæmt SNA' afmarkar hið opinbera við þá starfsemi sem tekna er
aflað til með álagningu skatta en ekki með sölu á vöru og þjónustu á almennum
markaði. Undir þetta heyra m.a. opinber stjórnsýsla, fræðslumál, heilbrigðismál og
almannatryggingar. Hér er því um tiltölulega þrönga skilgreiningu að ræða og
takmarkast hún við A-hluta ríkissjóðs, almannatryggingar og sveitarsjóði. í þessu felst
1 Þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna eða SNA (A System of National Accounts).
11