Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Page 3
„SKIP TVÖ STRIK Á BAKBORÐA".
„Skip framundan tvö strik á bakborða",
söng í varðbergsmanninum uppi á fram-
siglupallinum á skonnortunni „Joe Lane“
aðfaranótt 12. október 1858, er skipið var
statt.í Mexikóflóanum. En köll hans heyrð-
ust varla niður á þilfarið. Vindurinn tæt-
ir sundur orðin, þau fjúka út í óravíddir
úthafsins, kafna í þyt stormsins í rá og
reiða. Hásetinn við stýrið, Jacky Coogan
að nafni, hlustar á nið sjávarins og hann
horfir á hvíta öldufaldana í skini Ijóss-
ins, sem skonnortan varpar á hafið í næsta
umhverfi.
Vikadrengurinn ber boðin frá varðbergs-
manninum til hásetans, hann setur hend-
urnar fyrir munninn eins og trekt og
endurtekur syngjandi rómi: „Skip tvö
strik á bakborða!"
Nú heyrast boðin betur en ofan úr
siglutrénu í tólf metra hæð.
Stýrimaðurinn, Ben Cliff, hrekkur við.
Hann var niðursokkinn í liugsanir sínar
þessa lc'ingu vakt, eins og svo oft áður.
Fyrir stundu hafi vindáttin orðið nokk-
uð suðlægari og hann er ekki eins hvass
og áður. Stefnan er suð-suðaustur. Joe
Lane liggur með vindi og er með rifuð
segl.
Ben Cliff, annar stýrimaður á tollskút-
unni Joe Lane, í þjónustu Bandaríkja-
stjórnar, grípur stóra sjónaukann og leitar
með honum um sjóndeildarhringinn á
bakborða. Skyggni er slæmt og erfitt að
festa sjónir á nokkrum hlut vegna sjó-
gangsins. Hann klifrar upp á stýrishúsið,
og þá fyrst sér hann skipið. En skipið
sézt ógreinilega, því það er langt í burtu,
en það virðist stefna beint til strandar-
innár.
„Ef þetta er kaupskip á leið til New
Orleans, þá er þetta þrísiglda skip full
vestarlega á ferðinni," hugsar stýrimaður-
inn. En það er þó ekki vegna þess, að
þessi ungi sjómaður finnur hjá sér hvöt
til að skoða Jretta ókunna skip dálítið ná-
kvæmar í sjónaukanum.
Prísiglda skipið siglir Ijóslaust! Og samt
er það tiltölulega nærri ströndinni. Stefnu-
mót skipa! Lað er raunar ekki ótítt á þess-
um slóðum, og hér getur varla verið um
annað tilefni Jressa undarlega framferðis
að ræða. Og með skírskotun til þessa tek-
ur annar stýrimaður sínar ákvarðanir.
„Vektu skipstjórann", skipar hann vika-
drengnum, „og báðar vaktir á þilfar!“
„Já, já, Sir“, syngur pilturinn, ber hægri
hönd upp að sjóhattinum og hverfur eins
og örskot niður í káetuna.
Stýrimaður skipar nú hásetanum við
stýrið að beita nokkuð frá vindi og eykst
Jtá skriðurinn um nær fulla mílu.
„Álveg er hún eins og reiðhestur, sem
er hvattur sporum,“ hugsar stýrimaður
með velþóknun. Svo skjótt lætur skonn-
ortan að stjórn. Tollskútan á nú að varna
óþekkta skipinu leiðina til strandar.
„Við ættum að hittast um þrjár mllur
undan ströndinni og eftir hér um bil
tvær stundir", heldur Ben Cliff áfram’ og
bregður enn fyrir sig sjónaukanum. Ó-
kunna skipið sést enn frá þilfarinu. Það