Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 4

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 4
4 Nýtt S. O. S. liggur en ljóslaust í sömu steinu og áður. í jiessari andrá er sendiboðinn að hrista herðar skipstjórans niðri í káetunni. „Ójjekkt skip framundan án siglinga- Ijósa, Sir,“ tilkynnir hann Ray Rosen, skipstjóra, sem rýkur upp með blóti og formælingum. Já, þeir eru ósparir á að taka upp í sig sjómennirnir í tolljrjónustu Bandaríkjanna. Þeir voru líka seinna kall- aðir „beztu og harðgerðustu sjómenn, allra tíma“. Nafngiftin er ekki fjarri sanni, javí tollverðirnir á sjónum vinna fádæma erfið störf. Strandlengja Bandaríkjanna frá heim- skautsbaug til miðjarðarlínu er ærið löng og víða strjálbyggð. Um jaessar mundir hófst Indíánastyrj- öldin og nú gerist með degi hverjum ó- friðlegra milli Suður- og Norðurríkjanna. Utlitið er ekki glæsilegt í yngsta ríki heimsins. En fólkið, sem byggir þessi víðlendu ríki, horfir björtum augum til framtíðar- innar. Ameríka er ung og borgarar lienn- ar sömuleiðis. Lög og reglur bögglast ekki svo mjög fyrir brjósti þeirra, einkum ef eigin hagur er annars vegar. Einkennileg lög um varnir landsins gæða eru næsta fáránleg í augum fjöldans, og fæstir sjá: lengra en til landamæra síns eigin beiti- lands. „Hvað er klukkan?“ spyr skipstjórinn. Hann hefur risið upp í rekkju sinni og fer að tína á sig spjarirnar, en liefur varla opnað augun til fulls. Hann klæðist ó- brotnum, bláum einkennisbúningi. Þessi búningur vakti í fyrstu mikla kátínu með- al yfirmanna skipa um allan heim, en þeir voru allra manna skrautklæddastir, með jjríhyrndan hatt á höfði með fjaðraskúf, en búningurinn meira og minna gulli sleg- inn. „Sernper paratus!" Ávallt viðbúnir! Þetta eru ekki aðeins stór orð, þau fela í sér allt, sem hægt er að segja um toll- verðina við hinar firnalöngu strendur Bandaríkjanna. Ávallt viðbúnir, alveg sama þó sólin varpi sjóðheitum geislum sínum svo vart verði nokkrum manni vært úti eða storm- arnir æða norður í íshafi og marga þuml- unga ís hylji rá og reiða, hvarvetna gegna tollverðirnir störfum sírium á hverju sem gengur. Semper paratus, ávallt viðbúinn. Látum hina stoltu sjóliðsforingja brosa háðslega að einföldum einkennisbúningi

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.