Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Page 14

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Page 14
14 Nýtt S. O. S. var hulið tjöru og ólæsilegt með öllu. Nú var aðeins eitt ráð fyrir hendi og á það brá Rosen skipstjóri. Hann sigldi Cambell fast upp að skipinu á kulborða, en menn hans biðu reiðubúnir unz skip- in væru lilið við hlið. Þá áttu þeir að taka skipið með sama hætti og sjóræningj- ar tíðkuðu. En þetta átti að fara öðruvísi. Um það bil, er Cambell var að nálg- ast skonnortuna tók hún á skrið, þver- beygði fyrir Cambell. Skipið renndi á bóg tollgæzluskipsins, og svo harður var á- reksturinn, að enginn maður á hvorugu skipinu stóð á fótunum að honum loknum. Enginn maður heyrði sína eigin rödd fyrir gný stormsins og hafsins, en allir heyrðu liins vegar þann ógnarbrest, er ókunna skipið braut kinnung Cambells. Og annað var það, er ekki fór fram hjá skipsmönnum, það sem Ray Rosen skip- stjóri tók sér fyrir hendur. Hann varð fyrstur að rísa á fætur og réðst þegar til uppgöngu á skipið. Og áður en skipið, sem sigldi á, var laust við Cambell, voru 6 vopnaðir menn komnir á þilfarið og smyglararnir fangar þeirra. Þeir voru vel vopnum búnir, því þeir notuðu ekki venjulegar skammbyssur, heldur sex skota marghleypur, er þóttu býsna góð vopn í þann tíð. Sex menn búnir slíkum vopnum voru á við litla herdeild. Smygiararnir fá nú að reyna það á sín- um örmu skrokkum hve hættuleg vopn marghleypur tollgæzlunnar eru. Þeir tóku því þann kostinn, sem skárstur var, þeir köstuðu frá sér vopnunum og fórnuðu höndum. En þeir voru ekki ýkja margir, sem gátu tekið þann kost, þá voru menn ekki að gera sér neitt far um að hitta í liendur manna eða fætur, ef höfuðið var í skotfæri á annað borð. Smyglaraskip etta var hlaðið vopnum, brezkum byssum handa uppreisnarmönn- um í Kaliforníu, er vildu stofna þar sjálf- stætt ríki. Var mótspyrna áhafnar smygl- skipsins svo hörð sem raun bar vitni vegna þess, hve þung refsing lá við vopna- smygli. Heimferðin var ömurleg. Hertekna skip- ið var mílu á undan Cambell, sem hökti á eftir eins og sært dýr, með gapandi kinn- ung stjórnborðsmegin. Við hliðarstög og reiðabúnað standa sjómenn með exi í höndum, tilbúnir að höggva á stögin ef stormur færi vaxandi um of. Stormurinn fór líka vaxandi og fram- siglan varð að fara fyrir borð, ef skipið átti ekki að farast. Raunar datt engum í hug, að skipið næði liöfn eins og það var útleikið. En Ray Rosen skipstjóri var ekki á því að yfirgefa skip sitt. Það var aðeins tveggja ára gamalt og traustlega byggt. Hann liélt, að það mundi þola sjóganginn, þó laskað væri, eins og áreksturinn áður. Og honum varð að þeirri trú sinni. Cambell var þrjá mánuði í skipasmíða- stöð áður en það var sjófært á nýjan leik. Þegar tollfáninn var loks dreginn að hún aftur, var á það letrað nýtt nafn: JOSEPH LANE og undir því nafni átti það eftir að verða frægt í sögu Bandaríkjanna. * * * * Það gellur hátt í skipsbjöllunni. „Fjór- ar klúkkustundir", syngur skipsdrengur- inn. Klukkan var fjögur um morguninn og á austurloftinu roðaði fyrir degi. Ladd stýrimaður bíður enn eftir frétt-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.