Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Síða 15

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Síða 15
Nýtt S. O. S. 15 um frá vaktmönnum í stafni og skut, en þá sér hann enn einu sinni til raanna- ferða í stýrishúsið. Skipstjórinn situr nú ekki lengur með sjókortið fyrir framan sig. Hann hefur lagt sig á harðan trébekk- inn í kortaklefanum og sefur. Andy Lackl gengur til hásetans við stýr- ið, lítur á kompásinn, athugar því næst vindstöðuna. Hann hefur lygnt nokkuð. En ágætur byr fyrir hraðsiglt skip eigi að síður. Tilbúnir að venda!“ hrópar stýrimaður- inn, langdreginni, kraftmikilli röddu. Og nú færist heldur en ekki líf í tuskurnar. Hratt fótatak um þilfarið, og menn skunda hver á sinn stað. „Tilbúnir að venda!“ er enn kallað. Há- •setarnir eru tilbúnir við skautahornin, ■dragreipi og hliðarstög. Næsta skipun er til hásetans við stýrið. „Kulborði við, sonur sæll (koindu henni gegnum vindinn).“ „Yes, Sir, yes, Sir!“ Stýrishjólið rennur um greipar sjó- mannsins, Joe Lane snýr á stjórnborðs- síðu, tekur þvert vindinn, þá hart að framan. Og Joe Lane siglir vestlæga stefnu til strandar. Þeir fá nú vindinn meira á hlið og ferð- in eykst að mun. Stýrimaðurinn lítur á kompásinn rétt sem snöggvast, merkiflagg og seglaútbún- að. Jú, Joe I.ane liggur rétt á sinni nýju stefnu. Mr. Ladd er ánægður. Nú er allt klapp- að og klárt fyrst um sinn. Seglin eru þan- in, hvergi slapandi kaðalspottar, engin mistök, verkið unnið af snarræði og kunn- áttu. Sjómennirnir í strandvarnarliðinu ertt verkum sínum vaxnir og það vel. „Aðeins þeir beztu eru nógu góðir,“ sagði Alexander Hamilton, er í upphafi réði mestu um áhafnir á skipin. Og hann kastaði ekki höndunum til verka sinna; l)únaður skipanna og áhafnir reyndust vel. Þó var það svo, að Alexander Hamilton steig aldrei fæti sínum á þilfar neinnar tollskútu. Hugur fyrsta stýrimanns hvarflar til þess tíma, er þeir félagar áttu í höggi við sjóræningjana á Mexikóflóanum árið 1853. Aldrei mundi honum úr minni líða sá at- burður. Það var einmitt árið, sem örlög sjúræningjanna á þessum slóðum voru endanlega ráðin. „E1 Lobo del Mare“, sæúlfurinn var liann kallaður, sjóræninginn frá Mata- moros. Raunar vissu menn varla livað hann hét réttu nafni, en lians rétta nafn mun liafa verið Hoe. F.n menn vissu Iivað ])að hét að hitta hann á hafinu, en gátu ekki miðlað öðrum af reynslu sinni, Joví þeir, sem hittu sæúlfinn voru fæstir.til frásagna eftir þann fund. En Lobo var Jró enginn fífldjarfur sjó- ræningi á borð við Blackbeard og Henry Morgan, sem réðust á Spánverja á freigát- um sínum undir blaktandi sjóræningja- fána. Nei, E1 Lobo hafði enga freigátu, hann hafði ekki heldur til umráða við- eigandi skip. Hann átti bara skítuga skútu og áhöfnin var stigamannalýður, sem átti hvergi athvarf í Texas síðan íbúarnir tóku upp á því, að binda mexíkanska ráns- skrílinn við næsta tré. Sem sagt, Jreir flýðu í suðurátt til frjáls svæðis og viku hverja streymdu mexíkansk- ir óbótamenn undir verndarvæng E1 Lo- bos. í fyrstu átti hann aðeins eina skútu, en brátt kom hann sér upp heilli flota- deild, skútum, fiski- og róðrarbátum. Hann og stigamenn hans réðu lögum og lofum á Mexikóflóanum, frá Veracruz til

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.