Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 17

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 17
Nýtt S. O. S. 17 ■á leiðinni til að hremma herfang sitt. Farmurinn leyndardómsfulli og sennilega verðmæti freistaði hans. Hann ætlaði að fá mikið og dýrmætt góss. Um sólarupprás höfðu sjóræningjarnir slegið þéttan hring um Joe Lane. Hinn illræmdi sjóræningjaforingi hrópaði nú þrumandi röddu, að hann krefðist tafar- ’lausrar uppgjafar, að öðrum kosti mundi hann hefja stórskotahríð. Fhn borð í Joe Lane var þessu svarað með því að draga fána strandgæzluliðsins að hún, segl undin upp og akkeri dregið upp, sem raunar hafði verið varpað til þess að sýnast. Var nú skonnortan klár til bardaga. Kvað nú við fyrsta fallbyssuskotið frá •skonnortunni og síðan hvert af öðru og kurluðu sjóræningjabátana. Þrátt fyrir þessa óvæntu árás lagði E1 Lobo til at- lögu, er hann hafði náð sér eftir undrun- ina. Hann var miklu liðfleiri og sjólið- arnir á Joe Lane áttu erfiða aðstöðu í kúlnaregní stigamannalýðsins. Fjórir rnenn féllu af áhöfn skonnortunnar og næstum hver rnaður varð sár. 1 fulla klukkustund var óvíst með öllu, hvor mundi fara með sigur af hólmi. Þrisvar munaði minnstu, að hinum vígóðu Mexikóbúum tækist að hefja uppgöngu á skonnortuna, en urðu að hörfa á síðustu stundu og voru þá þeir, sem fyrstir urðu til, komnir inn á þilfar Joe Lane. En skyndilega breyttist vígstaðan. Fall- byssur Sinclair Lewis tóku að þruma og veittu liði E1 I.obo heldur þungar búsifj- ar. Samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun í Galveston, hafði Sinclair Lewis nú látið til sín taka í bardaganum. Upp frá þeirri stundu stóð veldi sjóræningjanna ekki nema tæpa liálfa klukkustund. Aðeins einum sjóræningjabáti heppnað- ist að komast undan út á opið haf, öll- um öðrum var sökkt eða þeir herteknir. Þeir voru óvanir því, að standa gegn misk- unnarlausri stórskotahríð og hittu loks fyrir ofjarla sína. Skeið E1 Labo de Hare var á enda runnið. Hann féll í viðureign-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.