Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 22

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 22
22 Nýtt S. O. S. inginn, er hann hafði horft sem snöggvast til lands. „Skjótið þá á tréð, sem blysið kom frá! “ „Já, Sir!“ Löngu byssuhlaupinu er beint að ströndinni á samri stundu. Mr. Loges und- irbýr allt með skjótum handtökum. Svo iireyfist byssuidaupið ekki lengur. Skotlið- inn teygir hægri handlegg hátt upp. Hann hikar stundarkorn meðan skonnortan er að hefjast upp úr öldudal, stefnið lyftist og handleggurinn fellur niður með síð- unni. A samri stundu kveður við þrumandi skot. Snarpur rykkur, skonnortan kippist við, uppi á ströndinni kurlast tréð, grein- arnar falla umliverfis það eins og skæða- drífa. Menn eru önnum kafnir við að hlaða fallbyssuna að nýju. Fnn ríður af skot og skipsmenn eru ánægðir með ár- angurinn. Og í þriðja sinn spýr fallbyssan. „Skotmarkið gereyðilagt!“ tilkynnir nú skotliðinn frá Texas hinn rólegasti. Ef varðmaðurinn þarna hinum megin hefur ekki verið búinn að yfirgefa trjá- toppinn — og það er ósennilegt — þá er nú einum þorpara færra, þeirra, sem gerzt hafa liandbendi þrælasalanna og þegið fé fyrir. Báturinn er nú um hálfa mílu frá strönd inni og mennirnir róa sem óðir væru. F.nginn veit, hvað þeir hugsa, og fá held- ur aldrei að vita. Þeir neyta allra krafta til þess að ná ströndinni; það er eina vonin til undankomu. En þeir hafa brátt séð franr á, að það mundi ekki takast. Og þá grípa þeir til þess ráðs, sem lætur skip- verjana á tollskútunni standa orðvana af undrun og skelfingu. Ógurlegt óp kveður við í árabátnum. Maðurinn í skuturn hellir skotdembu úr skammbyssu sinni. í fyrstu er dauðakyrrð. En svo gellur við ægilegt kvalaóp fórnar- lambanna. En glæpamennirnir gefa Jreim ekki langan tíma til að kveina vegna sára sinna. Miskunnarlaust draga þeir Svert- ingjana út að borðstokknum, ýta þeim fyrir borð, stjaka þeim út og slá Jrá niður og í hafið. Nokkrir negTar reyna í örviln- an sinni að verjast, þrátt fyrir sárin, en þungir hlekkirnir varna þeim að veita nokkra mótspyrnu að gagni. Þeir hafa varla haft ráðrúm ti! að skynja 'til fulls, hvílíkt ódæðisverk var verið að fremja á Jreim. í einni svipan voru örlög Jxeirra ráðin, Jxeim gat ekkert bjargað, því Jxeir voru allir hlekkjaðir saman og sukku því á svipstundu. Sjórinn gáraðist um stund, þar sem Jxeir hurfu í hafið, nokk- ur neyðaróp, og svo var allt kyrrt að nýju. Nú leggjast bátsverjar á árarnar eins og óðir menn, og nú eykst skriður hans um allan helming vegna þess, hve léttur hann er oiðinn. „Þessi svín, Jressi djöfulsins illmenni,“ hvæsti skipstjórinn og gnísti tönnum af reiði. Ben Cliff, annar stýrimaður, horfir orðlaus og fölur á svip á blettinn á sjón- um, Jrar sem hringiða hefur myndazt yfir hinni votu gröf nokkurra saklausra manna, er á svo svíviiðilegan hátt voru myrtir af samvizkulausum bófum. En nú dugar ekki að róa lengur; skonn- ortan er komin. Stundarkorn sjá mennirn- ir- á skonnortunni bátinn fyrir framan stefnið. Svipur bátverja er harður og ill- úðlegTxr. Svo heyrist lxljóð eins og þegar tré brotnar, hvasst stefni Joe Lane klýf- ur bátsskelina. Hi'óp kveða við, meðfram Skipssíðunum flýtur brak úr bátnum og farviðir. Það er allt. „Hart á bakborða!" er skipað, stuttara- iega og hörðum rórni. Tollskútan sveigist

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.