Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 23
— Nýtt S. O. S. 23 'til og tekur upp eltingarleik við barkskip- íð, sem hefur nú tjaldað hverri dulu og koinizt alllangt undan. tollskútan verður að halda hálfa mílu út til þess að fá full- an byr í seglin, og þá verður barkskipið komið um tvær mílur út frá ströndinni. Það er því vonlítið, að unnt verði að stöðva skipið í amerískri landhelgi. Barkskipið mun hafa verið í þriggja mílna fjarlægð frá ströndinni er stórkota- liðsforinginn hrópaði úr stafni: ,,Skotmál!“ „Stöðvum þá!“ er einasta svarið og til að undirstrika það, drynur nú í stóru, þungu fallbyssunni. Bak við barkskipið rís nokkurra metra há vatnssúla, hvít og freyðandi og fellur, meðan fallbyssu- liðarnir á Joe Lane hlaða aftur. Nú draga þeir á barkskipinu upp franskan fána. Þeir halda víst, að þeir séu nú utan landhelgi. Þeir á Jóe Lane liafa engin orð um þetta. Þegar barkskip- ið nam ekki staðar við fyrsta skot, er því send önnur demba og nú gýs ekki upp nein vatnssúla. Skotið hæfir aftursigluna þétt við fánann. Kaðlar og stög jiyrlast niður á þilfarið hjá Franzmönunum. „Horfir rétt svona?“ er nú hrópað frá fokkusiglupallinum á Joe Lane. „Horfir rétt svona, piltar! Skjótum hverja tusku í tætlur yfir helvítis hausunum á þeim, og hverja spýtu undan bölvuðum löpp- unum á þeim, þessum erkibófum og ill- virkjum, sem hafa svívirt sjóinn með nær- veru sinni!“ Það er Joe Kingston, sem talar. Stór- skotaforinginn veifar til samþykkir og samtímis gýst eldur og reykur úr fallbyss- unni hjá honum. Sprengikúlan splundrast skammt frá akkerisvindunni. Þar gýs upp mikill, svartur reykur, brak úr þilfarinu þeytist í allar áttir. Fallbyssuskyttumar á foe Lane eru engir viðvaningar, og ef engin önnur skipun kemur, mun Isaac Loges skjóta niður reiða skipsins, og þá verður barkskipið ekki betur sett en ves- æll síkjabátur. Og nú fer hann að liggja vel við skotum úr léttu fallbyssunum á afturþiljunum. Tvisvar enn kveða við dimm skotin frá fallbyssunni, en síðasta skotið er hátt og hvellt. Það kemur úr bakborðsbyssunni á afturþiljum. Þá fyrst virðist þrælablóðsug- an skilja, að ekki verður undankomu auð- ið. Hann vendir; barkskipið beitir upp í vindinn. „Sir,“ segir Ben Cliff lágum rómi við skipstjórann. „Sir, við erum komnir langt út fyrir landhelgi Bandaríkjanna.“ Skipstjórinn horfir andartak á stýri- manninn, augun eru eins og mjótt strik. „Jæja, stýrimaður. Líttu sem snöggvast til baka! Erum við svo mjög fjarri strönd- inni?“ Nú verður ungi stýrimaðurinn harður á svip. „Rétt, Sir,“ svaraði hann ákveðinn. „Tvær mílur í mesta lagi, hygg ég.“ Hann segir þetta rólegur og ákveðinn. Á þess- ari stundu hefur hann hlotið sína eld- skírn. Það hefur orðið maður úr drengn- um. Hann er nú fullgildur sjóliði í toll- gæzlu Bandaríkjanna, mun hvorki blikna né blána fyrir þrælasölum. Nokkrum mínútum síðar leggur Joe Lane að jrrælaskipinu. Út við borðstokk- inn birtist náfölt andlit þrælaskipstjórans. Þá gerist það, að annar stýrimaður mið- ar byssu sinni á skipstjórann. í sömu andrá ber þar að Andy Ladd, og hann ýtir vopninu niður. „Ekki of bráðlátur, drengur! Þennan geymum við handa gálg- anum.“ Tollmennirnir ráðast nú hver af öðrum

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.